Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 23

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 23
hæfilegum fyrirvara skal BSl tilkynna fram- kvæmdastjórn ISÍ áætlanir sínar og ákvarðanir um samskipti við útlönd. 4. gr. Málefnum BSl stjórna: a) Badmintonþingið. b) Stjórn BSl. 5. gr. Badmintonþingið fer með æðsta vald I málefnum BSl. Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum, sem mynda BSl. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda badmintons 16 ára og eldri, þannig að fyrir allt að 25 menn koma 2 fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25 upp í allt að 100 iðkendum, og þá 1 fulltrúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar íram yfir. Þingið skal árlega háð í október. Skai boða það bréflega með minnst 2ja mánaða fyrirvara. Málefni, sem sambandsaðilar óska, að tekin verði fyrir á þing- inu, skulu tilkynnt stjórn BSl minnst 21 degi fyrir þingið. Þá skal stjórn BSl tilkynna sambandsaðilum dag- skrá þingsins ásamt tillögum og lagabreytingum, sem borizt hafa, í síðasta lagi 10 dögum fyrir þing. Badmint- onþingið er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað. 6. gr. Á badmintonþinginu hafa fulltrúar einir atkvæðis- rétt, en auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: a) Stjórn BSl, varastjórn og endurskoðendur. b) Sambandsráð ISl. c) Fastráðnir starfsmenn BSl og iSl. d) Fulltrúar badmintondómarafélaga. e) Allir nefndarmenn BSl. f) Badmintondómstóll. g) Formaður Ólympíunefndar Islands. h) Iþróttafulltrúi og Iþróttanefnd ríkisins. Auk þess getur stjórn BSl boðið öðrum aðilum þing- setu, ef hún telur ástæðu til. Aðeins sá, sem er í félagi, sem iðkar badminton inn- an sérráðs eða héraðssambands, er kjörgengur fulltrúi þess á badmintonþingið, og eigi hann heima innan hér- aðs. Hver fulltrúi hefur aðeins 1 atkvæði. Þegar langt og dýrt er að sækja þingið eða annar fulltrúi veikist eða forfallast á síðustu stundu frá að sækja þingið, þá má heimila. að fulltrúi fari með fleiri en 1 atkvæði, en aðeins með atkvæði þess aðila — sérráðs eða héraðssambands —, sem hann er full- trúi fyrir. Þó gildir þessi undanþága ekki um fulltrúa þeirra aðila, sem heima eiga þar, sem þingið er háð. Umboð, sem jafnframt er beiðni til þingsins um, að fulltrúi megi fara með fleiri en eitt atkvæði, verður að vera skriflegt og vera frá stjórn hlutaðeigandi sambandsaðila. 7. gr. Aukaþing má halda, ef nauðsyn krefur eða helm- ingur sambandsaðila óskar þess. Alla boðunar- og til- kynningarfresti til aukaþings má hafa helmingi styttri en til reglulegs þings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan, og gilda sömu kjörbréf. Þó má kjósa að nýju í stað full- trúa, sem er látinn, veikur eða fluttur úr héraðinu eða forfallaður á annan hátt. Á aukaþingi má ekki gera laga- og leikreglnabreytingar og ekki kjósa stjórn, nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum. Að öðru leyti gilda um það sömu regl- ur og um reglulegt badmintonþing. 8. gr. Störf badmintonþings eru: 1. Þingsetning. 2. Kosnir fastir starfsmenn þingsins. 3. Kosnar fastar nefndir: a) Kjörbréfanefnd. b) Fjárhagsnefnd. c) Laga- og leikreglnanefnd. d) Allsherjarnefnd. e) Kjörnefnd. Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver. 4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína. 5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar. 6. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. 7. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær, sem fram hafa komið. 8. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál, sem borizt hafa til stjórnarinnar. — Þinghlé — 9. Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær. 10. Ákveðið gjald ævifélaga. 11. Önnur mál. 12. Kosnir 3 menn í Badmintondómstól og 3 til vara. 13. Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og fulltrúa á íþróttaþing. 14. Þingfundargerðir lesnar og staðfestar. 15. Þingslit. Fái fleiri en þeir, sem kjósa á, jafnmörg atkvæði, skal kjósa um þá á ný bundinni kosningu. Verði þeir enn jafnir, ræður hlutkesti. Einfaldur meirihluti ræð- ur úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða, þá þarf % hluta atkvæða viðstaddra fulltrúa. Þingið getur með % atkvæða viðstaddra fulltrúa leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram, eftir að dagskrá þingsins var send sambandsaðilum (skv. 5. gr., 3. máls- grein). Ársskýrslu BSl, sem stjórnin skal leggja fjöl- ritaða fyrir þingið, svo og ágrip af fundargerðum þingsins, skal senda framkvæmdastjórn ISl og sam- bandsaðilum BSl innan tveggja mánaða frá þingslitum. 9. gr. Stjórn BSl skipa 5 menn; formaður, varaformaður, bréfritari, gjaldkeri og fundaritari. Skal kjósa bund- 339

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.