Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 27

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 27
samt tókst henni að ná þriðja sæti og tryggja sér rétt til úrslitahlaupsins. Landar mínir hug- hreystu mig. „Þetta verður þér auðveldur sig- ur,“ sögðu félagarnir. En maðurinn minn var varkárari. „Fanny“, sagði hann, „þú ferð ekk- ert í langstökkið á morgun. Þú verður að ein- beita þér að grindahlaupinu, því þessi enska stúlka kann sitt fag. íþróttakona, sem nær sér eins á strik og Maureen rétti af í undanúrslit- unum, er greinilega hættulegur keppinautur.“ „Einbeittu þér að grindinni, einbeittu þér að grindinni...Á leiðinni heim í skólann, þar sem við bjuggum, tönnlaðist ég stöðugt á þessum orðum. Um nóttina svaf ég langt frá því vel. 1 huganum hljóp ég hundruð 80 m grindahlaupa. Við og við brá fyrir huggandi hugsun, sem sló á glímuskjálftann. „Hvað ger- ir það til, þótt þú tapir?“ spurði ég sjálfa mig. „Þú hefur þegar unnið sigur í 100 m hlaupi. Allt frá því 1936 hefurðu þráð að sigra á Olympíuleikjum. Nú hefur þér tekizt það — og vertu svo ánægð." En einhver annar hluti sjálfrar mín svar- aði: „Hvers vegna að vera ánægð? Hví skyld- irðu tapa? Maureen Gardner er ekkert betri en þú. Hlauptu til sigurs, því auðvitað geturðu það.“ Þannig leið nóttin fyrir mér sem fórn- arlambi minna eigin vona og míns eigin ótta — og upp rann sá mikilvægi úrslitadagur. Klukkan hálf tvö mætti ég við búningsklef- ann, og þar beið eiginmaðurinn eftir mér. „Svafstu vel?“ spurði hann. Ég varð að segja sannleikann. „Ekki mjög,“ svaraði ég honum. „En þú hefur borðað vel, vona ég?“ Nú varð ég að grípa til hvítrar lýgi. „Já, já,“ sagði ég — en sannleikurinn var sá, að ég hafði verið allt of spennt til að geta látið nokkurn bita ofan í mig. Enn fórum við út á uppmýkingarsvæðið, og einhvern veginn tókst mér að bæla niður tauga- skjálftann, á meðan ég hitaði upp á venjulegan hátt — skokkaði í kringum hlaupabrautina, gerði leikfimisæfingar og svo framvegis. Þeg- ar tími úrslitahlaupsins nálgaðist, fór maður- inn minn burt — því að hann langaði til að sjá hlaupið ofan úr keppendastúkunni. En áð- ur en hann fór, brosti hann til mín og sagði stríðnislega: „Þú ert of gömul, Fanny.“ Þessi fimm kaldhæðnislegu orð voru sögð í gríni — en með fullum tilgangi. Þegar þarna var komið sögu, hafði ég aldrei hitt Jack Crump, liðsstjóra brezka liðsins, þó að seinna hafi hann orðið góður vinur minn. En 1948 var ég honum mjög reið fyrir að hafa skrifað, að ég væri of gömul til að geta staðið mig á Olympíuleikjunum. Þegar maðurinn minn minnti mig á það í gríni, að um mig hefði verið skrifað, að ég væri búin að vera, þá var það slungin sálfræðileg brella. Það var einmitt það, sem þurfti til að hvetja mig, til að fá mig til að ganga til leiks með það fyrir augum að sanna þessum durgum, að ég gæti enn orðið Hlaupið yfir 1. grind í úr- slitakeppni 80 m grinda- hlaupsins á OL 1948: Fanny Blankers-Koen er lengst til hægri á mynd- inni, við hlið henni Maur- een Gardner, sem varð önnur í röðinni, síðan M. Oberbreyer frá Austur- ríki (5.), Y. Monginon frá Frakkl. (4.), Shirley Strickland, Ástralíu (3.) og L. Lomska, Tékkó- slóvakíu, sem varð sjötta í hlaupinu. 343

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.