Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 22

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 22
Stofnun Badminton- sambands * Islands Stofnþing Badmintonsambands Islands var háð í húsakynnum l.S.I. sunnudaginn 5. nóvember sl. 11 héraðssambönd voru stofnendur, og sátu þingið 12 fulltrúar frá 9 héraðssamböndum. Auk þess mættu undirbúningsnefnd og framkvæmdastjórn I.S.I. Forseti I.S.I., Gísli Halldórsson, setti þingið með ræðu. Þingforseti var kjörinn Kristján Benediktsson, Reykjavik, og annar þingforseti Jónas Gestsson, Graf- arnesi. Þingritarar voru kjörnir Þórður B. Sigurðsson, Reykjavík, og Pétur Sigurðsson, Selfossi. Kristján Benjamínsson, formaður undirbúningsnefnd- ar, útskýrði frumvarp að lögum fyrir hið nýja sam- band, sem samþykkt var með nokkrum breytingum. Heitir sambandið Badmintonsamband Islands, skamm- stafað BSl. Stjórn var kjörin: Kristján Benjamínsson, formaður. Meostjórnendur: Óskar Guðmundsson, Ragnar Þorsteinsson, Ormar Skeggjason og Ragnar Georgsson. 1 varastjórn voru kjörnir: Birgir Hermannsson, Akureyri, Eyjólfur Bjarnason, Isafirði, Hallgrímur Árnason, Akranesi. Endurskoðendur: Magnús Elíasson, Gunnar Felixson. I badmintondómstól voru kjörnir: Guðjón Einarsson, Þorgeir Ibsen, Guðmundur Yngvi Sigurðsson. Til vara: Einar Jónsson, Þorvaldur Ásgeirsson og Vagn Ottós- son. Lög Badmintonsambands Islands 1. gr. Badmintonsamband íslands (BSl) er æðsti aðili um öll badmintonmál innan vébanda Iþróttasambands Is- lands (ISl). 2. gr. Eadmintonsamband Islands er samband badminton- ráða og héraðssambanda. Öll þau félög innan ISl, er iðka, æfa og keppa í badminton, eru aðilar að BSl. 3. gr. Starf BSl er í meginatriðum: a) Að hafa yfirstjórn allra íslenzkra badmintonmála. b) Að vinna að eflingu badmintoniþróttarinnar í land- inu og koma fram erlendis fyrir hönd þess. Með Vinningar eru: Jeepster-bifreið, tveir John- son- vélsleðar, bátur með utanborðsvél, þrjár sjálfvirkar Hoover-þvottavélar, tveir kæliskáp- ar og sex saumavélar (þrjár Husqvarna og þrjár Pfaff). Tími sá, sem landshappdrættið stendur yfir, er frá 15. sept. til 10. jan., en dregið verður 15. janúar 1968. Erindrekstur. Framkvæmdastjórnin réði Höskuld Goða Karlsson um tveggja mánaða skeið til útbreiðsl- ustarfa á s.l. sumri. Höskuldur ferðaðist um svæði þriggja héraðssambanda, þ. e. Ung- mennasambands Norður-Þingeyinga, Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands og Ungmennasambandsins Ulfljóts. Á þessum stöðum heimsótti hann yfir 30 íþrótta- og ungmennafélög. Hélt hann fundi með stjórnum félaganna eða almenna félagsfundi og stundum hvorttveggja hjá viðkomandi félagi. Á fundum þessum útskýrði hann helztu við- fangsefni íþróttasambands Islands og sýndi úrvals íþróttakvikmyndir. Á nokkrum stöðum aðstoðaði Höskuldur við framkvæmd íþrótta- móta. Allsherjarmót ÍSl 1970. Á íþróttaþingi ÍSÍ á ísafirði 3.—4. september 1966 var samþykkt að heimila framkvæmda- stjórn að hefja þegar undirbúning að allsherj- aríþróttamóti í sambandi við 50. íþróttaþing ISI árið 1970. I samræmi við samþykkt þessa samþykkti framkvæmdastjórn á fundi sínum 7. nóvember sl. að skipa í undirbúningsnefnd: Svein Björnsson, ritara ÍSl, formann, Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa ríkisins, Óskar Ágústsson, formann HSÞ, Vilhjálm Einarsson, formann UMSB, Sigurgeir Guðmannsson, fram- kvæmdastjóra ÍBR, Björn Vilmundarson, for- mann FRÍ, og Guðmund Sveinbjörnsson, vara- formann KSl. 338

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.