Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 45
Tveir fram á sviðið.
Allir glíma á sviðinu
Hlaupið í hring.
Sungið eitt erindi af „Dýravísum" og stiginn við-
komandi dans.
Hringurinn leystur upp og gengið í einni röð af
sviðinu.
Kynning glimu og íslenzks þjóðlífs: Pétur Karlsson.
Flokkurinn gengur aftur á sviðið og þá í glímubún-
ingum.
Allir fram á sviðið, tveir og tveir andspænis hvor
öðrum.
Heilsazt.
Tekið vinstra handartak á belti.
Tekið hægra handartak á belti.
Stigið í glímustöðu.
Tekin stígandi.
Lagzt á hné og framhandlegg (ekki fall).
Lagzt niður (fall).
f>essi atriði skýrði Pétur Karlsson.
Staðið upp.
Sýnd 9 brögð ásamt vörnum, allir í einu eða tveir og
tveir.
Kvaðzt.
Sex stakar glímur. Ekki hætt, þó að fall verði.
Full alvara, en samvinna.
Aftur allir fram, tveir og tveir andspænis hvor öðr-
um.
Sýnd 8 brögð og varnir.
Kvaðzt.
Sex stuttar, snarpar glímur. Hætt á falli.
Bændaglíma.
Tvær skipshafnir og því fyrirfram búið að skipa
mönnum í flokka.
Bændur: Sigtryggur Sigurðsson og Ingi Árnason.
Sipshöfn Sigtryggs: Þorvaldur, Ágúst, Óskar, Rögn-
valdur, Valgeir.
Skipshöfn Inga: Guðmundur, Gunnar, Garðar, Sveinn,
Magnús.
Sigursveitin kynnt.
Skipað í röð þvert fyrir.
Fánakveðja.
Gengið af sviði með söng.
Að lokinni sýningu hafði flokkurinn vart frið til baðs
og fataskipta fyrir heimsóknum Vestur-lslendinga,
sem þarna voru komnir úr nágrannahéruðum og sumir
frá Winnipeg, eins og t.d. séra Philip Pétursson og
Grettir Jóhannsson ræðismaður. Er flokkurinn kom upp
úr búningsklefum, beið fólk við sviðið, sem vildi hafa
viðtöl við hann.
Góð æfing og haldgóð þjálfun, samhugur og agi
ásamt leiðbeiningum og stjórn tveggja samhentra kenn-
ara leiddi af sér góða sýningu á glímu. Flokkurinn naut
skemmtilegrar samveru með fjölda manns af öllum
þjóðernum Norðurlanda í 3 klst. í skála Norðurlanda.
Um kvöldið dvaldist flokkurinn saman við góðan
kvöldverð, þar sem Pétur Karlsson var gestur flokks-
ins. Var Pétri við þetta tækifæri færð gjöf frá flokkn-
um og GLl.
Við hádegisverð, sem Gunnar Friðriksson bauð
kennurum flokksins til á föstudaginn 9. júní, þakkaði
hann hjartanlega sýningu og störf flokksins og róm-
aði þá landkynningu, sem hann hefði veitt í sjónvarpi.
Ambassadorar Islands, Pétur Thorsteinsson og
Hannes Kjartansson, aðstoðuðu Þorstein Einarsson við
að fá löglegt ferðamannsvísa fyrir þann piltanna, sem
hafði orðið fyrir því að vera með ónógt vísa að heim-
an.
Þegar frjáls stund gafst, skoðaði flokkurinn heims-
sýninguna. Var alltaf ákveðið, hvar og hvenær skyldi
hittast, og voru þær ákvarðanir dyggilega haldnar.
Aldrei kom til meiðsla á æfingum, en á aðalsýning-
unni snerist Óskar Baldursson um ökla.
Laugardaginn 10. júní kl. 21.00 var komið til
Toronto. Voru gestgjafar flokksins mættir á járnbraut-
arstöðinni. Forystu um móttökur höfðu: ólafur Gisla-
son, Erla McColey og Vilbergur Kristjánsson.
Bjuggu tveir saman á heimili.
Sunnudagsmorgunninn var notaður til þess að skoða
Toronto. Upp úr hádegi var haldið út fyrir Toronto til
bóndabæjar Gordons Rögnvaldssonar, R. R. 4 Acton.
(Mairy Farm). Söfnuðust þangað upp úr kl. 14,00 200—
300 manns. Sumt var komið alla leið sunnan úr New
York-ríki. I flestum tilfellum var hér um fjölskyldur
að ræða, þar sem bæði eða annaðhvort hjónanna var
af íslenzkum ættum.
Var sýnt á grasflöt framan við bóndabæinn. Var sýn-
ingunni hagað sem í Montreal.
Að sýningu lokinni var setzt að kræsingum undir
berum himni með þessu ágæta fólki. Safnazt var sam-
an og sungin Islenzk þjóðlög. Var dvalizt á bóndabæn-
um til kvölds í góðum fögnuði. Um kvöldið dreifðist
flokkurinn til hinna ýmsu heimila, en nokkrir komu
saman með Vestur-Islendingum á heimili Vilbergs
Kristjánssonar, þar sem Þorsteinn Einarsson sýndi
kvikmynd frá Islandi og litskuggamyndir.
Mánudaginn 12. júní var svo haldið til New York
og þar dvalizt til þriðjudagskvölds 13. júní, að flogið var
heim og komið til Reykjavíkur 14. júní um hádegi.
Föstudaginn 16. júní var höfð glímuæfing til þess
að undirbúa glímusýningu á Laugardalsvelli 17. júní.
1 rigningu og austanroki var glímusýning Kanada-
fara á Laugardalsvelli. Var gllmt á grasi.
Fimmtudaginn 27. júlí sýndu Kanadafararnir glímu
á kvöldvöku í Iþrótta- og sýningarhöllinni í Laugar-
dal, sem efnt var til fyrir þátttakendur í Norrænu
æskulýðsmóti á vegum Norræna félagsins.
Hér með lýkur þessari skýrslu um Kanadaför glímu-
flokks á vegum GLl. Skal að lokum stjórn GLl þökkuð
störf hennar að þessari för svo og þeim, er styrktu
ferðina, svo að kostnaður varð þátttakendum eigi eins
tilfinnanlegur og ella hefði verið. Þeir, sem styrki
veittu, voru:
Iþróttasamband Islands, Glímusamband Islands,
Iþróttabandalag Reykjavíkur, Iþróttabandalag Akur-
eyrar, Gllmufélagið Ármann, Umf. Víkverji, Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur og heimssýningarnefnd Is-
lands.
361