Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 44

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 44
Ág-úst Bjarnason, Gunnar H. Ingvarsson og Þorsteinn Einarsson, sem stjórnaði henni og tók þátt i sjónvarps- viðtali um glímuna og íslenzk málefni. Til síðari upptökunnar (þ. e. hjá CBC) fóru Ágúst Bjarnason, Gunnar R. Ingvarsson, Magnús Ólafsson, Valgeir Halldórsson, Þorsteinn Kristjánsson og Pétur Karlsson. Þorsteinn stjórnaði sýningunni, en Pétur flutti skýringar. Dagur Norðurlandanna rann upp bjartur og heitur. Var flokkurinn mættur á torgi þjóðanna kl. 9,00, nema þeir, sem fóru til sjónvarpsupptöku hjá CBC. Porstöðu- nefnd íslandsdeildarinnar hafði falið flokknum að ann- ast fánaburð og draga íslenzkan fána að hún við torgið. Voru þessi störf leyst undir stjórn Þorsteins Einars- sonar. Drátt íslenzks fána að hún á heiðursflaggstöng skyldi Óskar Baldursson annast með aðstoð Inga Árna- sonar. Fánaburð að heiðursstúku á íslenzkum fána til borgarstjóra Montreal skyldi Guðmundur Fr. Halldórs- son annast. Kl. 10 hófust hátíðahöldin með því, að sjóliðar af herskipum Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóð- ar komu fylktu liði inn á torgið undir hljómlist líf- varðar Noregskonungs. Þegar herflokkarnir höfðu tekið sér stöðu á torginu, lék lifvarðarhljómsveitin þjóðlög Norðurlanda, herskip- in skutu hvert sínu fallbyssuskoti, um leið og fáni við- komandi þjóðar var dreginn að hún. Þá flutti aðalfram- kvæmdastjóri heimssýningarinnar ávarp. Borgarstjóri Montreal flutti ræðu, og ambassador Finnlands þakkaði með ræðu fyrir hönd ambassadora hinna Norðurland- anna, sem einnig voru viðstaddir. Fimm fánaberar, hver frá sinni Norðurlandaþjóð, gengu þá yfir torgið, og bar hver fána sinnar þjóðar. Gengu þeir upp í heið- ursstúkuna, þar sem borgarstjórinn veitti fánunum viðtöku. Leystu glimumennirnir þessi störf af höndum með miklum sóma, sem Gunnar Friðriksson hafði orð á, er hann þakkaði frammistöðu þeirra. Elín Pálma- dóttir hafði heyrt þá umsögn um göngu íslenzka fána- berans, sem þótti bera sig vel og ganga fallega, að frammistaða hans sýndi, að eigi þyrfti herskyldu til þess, að menn lærðu að ganga. Klukkan 12,30 var flokkurinn mættur í ,,Shell-Band“, nema þeir, sem fóru til stöðva CBC. Var búizt við, að allt væri þar á sviðinu óbreytt frá deginum áður. En svo var eigi, því að komin voru þar hliðartjöld, stög og leiktjöld og gólf óhreint. Varð að ganga £ það að rýma til á sviðinu og fá það hreinsað. Klukkan 13,30 hóf Pétur Karlsson kynningu sína, og var þá eins margt fólk mætt i „skelinni" og þar gat setið, og margt stóð í hliðaropunum. Var gizkað á, að áhorfendur hefðu verið um 2500. Hafði sýningin verið kynnt I sjónvarpi á sýningarsvæðinu með tveggja tíma millibili, hálftíma í senn. Var þar notuð upptakan frá deginum áður. Tókst sýningin vel frá upphafi. Voru piltamir hress- ir, öruggir og einbeittir. Þættir sýningarinnar voru þessir: Kynning: Pétur Karlsson. Gengið inn á sýningarsvæðið undir fána, sem Guð- mundur Fr. Halldórsson bar. Sungið á göngunni: „Öxar við ána . . .“. Flokkurinn i þjóðbúningum. Genginn einn hringur á sviði. Ein röð þvert fyrir. Heilsað með fána. Fána komið fyrir í fánafæti. Hlaupið í hring. Stiginn hringdans undir lagi Jóns Leifs: „Dýravísur". Hlaupið úr hringnum og tekið saman og glímt (allir). Buxnatök. Tveir héldu áfram viðureign, en hinir krupu á annað hné efst á sviði. Sex fram á sviðið og glíma. Kanadafarar talið frá vinstri: Þor- steinn Kristjánsson, landsþjálfari GLÍ, Guðmundur F. Halldórsson, Ágúst Bjamason, Magnús Ólafs- son, Valgeir Halldórsson, Gunnar R. Ingvarsson, Þorvaldur Þor- steinsson, Garðar Erlendsson, Sveinn Hannesson, Rögnvaldur Ólafsson. Öskar Baldursson, Vil- hjálmur Ingi Árnason, Sigtryggur Sigurðsson, Þorsteinn Einarsson, fararstjóri. 360

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.