Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 24

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 24
inni, leynilegri kosningu, formann fyrst, síðan með- stjórnendur, sem skipta með sér störfum. Kjósa skal einnig 3 menn í varastjórn, og taka þeir sæti, ef aðal- maður forfallast, og koma inn í sömu röð og þeir voru kosnir. Stjórninni er heimilt að ráða launað starfs- fólk. Aðsetur stjórnarinnar er í Reykjavík. Reiknings- ár BSl er miðað við 1. október. 10. gr. Starfssvið stjórnar BSl er: a) Að framkvæma ályktanir badmintonþingsins. b) Að vinna að eflingu badmintons í landinu. c) Að semja leikreglur og reglugerðir fyrir badminton. d) Að senda sambandsráði og framkvæmdastjórn ISl lögboðnar skýrslur og tilkynningar. e) Að líta eftir því, að lög og leikreglur BSl séu haldin. f) Að setja nauðsynleg bráðabirgðaákvæði. g) Að raða niður og ákveða stað og tíma fyrir lands- mót. Það skal BSl að jafnaði gera fyrir hver ára- mót og þá í samráði við stjórnir sérráða (héraðs- stjórnir) og framkvæmdastjórn ISÍ. h) Að úthluta þeim styrkjum til badmintons, sem BSl fær til umráða. i) Að koma fram erlendis fyrir hönd badminton- íþróttarinnar í landinu. 11. gr. Formaður BSl boðar stjórnarfundi og stjórnar þeim. 12. gr. Badmintonsérráðin (héraðssamböndin) eru millilið- ir milli félaga sinna og stjórnar BSl. Þau skulu og senda henni allar skýrslur um mót, sem haldin eru innan umdæmisins. Þessar skýrslur skulu sendar inn- an mánaðar, eftir að mótinu lauk. Arsskýrslur sínar um störf sérráðsins (héraðssambandsins) og tölu virkra badmintonmanna I umdæminu, skulu þau senda stjórn BSl fyrir 1. ágúst ár hvert. A þeim byggist fulltrúaréttur og fulltrúafjöldi þeirra á badminton- þinginu, sbr. 5. gr. 13. gr. BSI skal, í samráði við hlutaðeigandi héraðssambönd, vinna að stofnun nýrra sérráða. 14. gr. Stjórn BSl hefur frjálsan aðgang að öllum badmint- onmótum og sýningum, sem fram fara innan vébanda BSl. Einnig á hún rétt á að sitja aðalfundi sérráða, dómarafélaga og héraðssambanda, sem eru aðilar að sambandinu. 15. gr. Ævifélagar BSl geta þeir orðið, sem stjórn BSl samþykkir. Heiðursfélaga BSl má stjórn þess kjósa, ef hún er einhuga um það. 16. gr. Tillögur um að leggja BSl niður má aðeins taka fyrir á lögmætu badmintonþingi. Til þess að samþykkja þá tillögu þarf minnst % hluta atkvæða. Hafi slík tillaga verið samþykkt, skal gera öllum sambandsað- ilum grein fyrir henni í þingskýrslunni og tillagan síðan látin ganga til næsta reglulegs þings. Verði til- lagan þá samþykkt aftur, er það fullgild ákvörðun um að leggja BSl niður. Skal þá afhenda ISl eignir BSl til varðveizlu. 17. gr. Lög þessi öðlast gildi, þegar sambandsráð ISl hefur staðfest þau. • Lögin voru staðfest af sambandsráði ISl á fundi þess 10. nóvember, þó með þeim fyrirvara að stjórn sambandsins tæki til athugunar og endurskoðunar nafn sambandsins og íþróttarinnar, enda virtust sambands- ráðsmenn á einu máli um, að orðið badminton sam- rýmdist illa íslenzkri tungxt. Frá Glímusambandi íslands Ársþing Glímusambands Islands var haldið í Reykja- vík 22. október s. 1. og sett af formanni sambandsins, Kjartani Bergmann Guðjónssjmi. I upphafi fundarins minntist formaður fimm for- ystumanna og kunnra glímumanna, sem látizt höfðu frá síðasta glímuþingi, þeirra Benedikts G. Waage, heiðursforseta ISl, Guðmundar Hofdals, Guðmundar Guðmundssonar, Emils Tómassonar og Tryggva Gunn- arssonar. Þingforsetar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti Iþróttasambands Islands, og Sigurður Ingason, en rit- arar Sigurður Geirdal og Höskuldur Þráinsson. Formaður gaf skýslu um starfsemi sambandsins á s. 1. starfsári, en hún var fjölþætt og mörg mál i athug- un til eflingar glímuíþróttinni í landinu. fms mál voru tekin til umræðu og afgreiðslu á glímuþinginu. Meðal annars var rætt um glímulögin og glímusýningar í sjónvarpi. Kosin var 5 manna nefnd til að endurskoða glímulögin, enda leggi hún tillögur sínar fyrir stjórn Glímusambandsins til nán- ari athugunar og staðfestingar. 1 glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ölafur H. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins er þannig skipuð: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Reykjavík, formaður. Meðstj órnendur: Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Sigurður Sigurjónsson, Reykjavík, Ölafur H. Óskars- son, Reykjavík og Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Ingvi Guðmundsson, Garðahreppi, Elías Árnason, Reykjavík. Sigurður Geirdal, Kópavogi, baðst undan endurkjöri í stjórn sambandsins, og voru honum þökkuð vel unnin störf, en hann hefur verið í stjórn þess frá upphafi. 340

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.