Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 14
7. Lcmdshappdrœtti ÍSl. Baldur Jónsson rakti árangur þann, sem af landshappdrætti ISÍ hefur orðið frá stofnun þess. Kvað hann söiuna hafa verið rúml. 1,0 millj. kr. árið 1964, rúml. 1,1 millj. kr. árið 1965 og rúmlega 2,2 millj. kr. árið 1966. Nú hefur happdrættið verið aukið í 72000 miða úr 64000, og eru 60700 miðar komnir út til sölu. Dráttardegi hefur verið breytt í 15. jan. í stað 15. des. áður. Að lokum sagðist Baldur viss um, að lands- happdrættið væri lykillinn að fjárhagsgrund- velli fyrir íþróttahreyfinguna í framtíðinni. Gísli Halldórsson þakkaði þann stuðning, sem happdrættismálið hefði fengið á síðasta ári. Kvað hann framkvæmdastjórnina hafa verið nær gugnaða fyrir 2 árum, en sér væri gleðiefni, hvað betur hefði nú til tekizt. Kvað hann það skoðun sína, að þetta 4. happdrætti mundi vel takast, ef samböndin leggðust öll á eitt. Forseti ISl, Gísli Halldórsson, kveður forseta Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og þakkar fyrir sig og sína menn. 8. Fjölgun íþróttagreina. Gísli Halldórsson, forseti ISl, reifaði málið. Rifjaði hann upp, að 9 sérsambönd væru nú innan ISl, en 18 greinar væru á stefnuskrá ISl, en þær eru þessar aðrar en þær, sem sérsam- bönd hafa verið mynduð um: fimleikar, skauta- íþróttir, lyftingar, róður, borðtennis, skotfimi, blak, judo og kastíþróttin, sem er nýupptekin (Kastklúbbur Reykjavíkur nýgenginn í íþrótta- samtökin). Einnig væri mjög mismunandi, hve mikil þátttaka væri í hinum ýmsu íþróttagreinum. Væri sjálfsagt hægt að auka þátttöku í fá- mennari greinum, t. d. skautaíþróttum, sem aðeins væru stundaðar á Akureyri, svo nokkru næmi. Þá ræddi Gísli um fimleika og gat þess, að á næsta leiti væri að stofna Fimleikasamband Is- lands. Hann sagði og frá því, að í Svíþjóð væru það mestmegnis „leiðbeinendur“, en ekki lærð- ir íþróttakennarar, sem stjórnuðu fimleikum hjá 96—98% af þeim 280000 manns, sem í sænska fimleikasambandinu væru. Gísli ræddi og um róðraríþróttina, kvað frændur okkar á Norðurlöndum fúsa að gefa nokkra báta til að auka áhuga fyrir henni. Enn ræddi hann um blak og borðtennis, sem hann kvað jafnvel ástæðu til, að haldið yrði meistaramót í. Bað hann nefndirnar að íhuga, hvaða íþrótta- greinar bæri að leggja höfuðáherzlu á. Jón Hjartar kvað affarasælla, að hingað yrðu gefnar róðrarvélar til nota á landi, svo að listin mætti lærast. Hann ræddi og um borð- tennis og kvað sjálfsagt að stuðla að því, að íþróttagreinum yrði f jölgað. 9. önnur mál. Kristján Ingólfsson ræddi um fjármál, fjár- festingu ISl og þörf héraðssambanda á fram- kvæmdastjórum, sem m. a. gætu gert þær skýrslur, sem upp á héraðssamböndin stendur með. Þá taldi hann, að ISl hefði gengið inn á verk- svið ríkisins í sambandi við byggingar fyrir ÍKl, en hann taldi skömm að því, hve illa hefði verið að skólanxun búið á undanförnum árum. Vildi Kristján, að framkvæmdastjórnin hætti fjárfestingu á Laugarvatni, en legði fé í rekst- ur í staðinn. 330
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.