Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 5

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 5
tryg-g-ja sér örugglega áframhaldandi dvöl í I. deild- inni. KR-liðinu gekk vel, meðan enskur þjálfari var hjá því, en hann þjálfar nú 1. deildar lið Newcastle i Englandi, en eftir að hann fór, kom greinilega mikill afturkippur i leik liðsins. Það átti ágæta kafla í hverj- um leik út af fyrir sig, en bæði var það, að vörnin var gloppótt, og framlínunni tókst alls ekki að skora. Það var eins og hún væri farin úr skotskónum. Ekki var ótrúlegt, að þarna hafi verið um skort á grunn- þjálfun að ræða hjá KR-liðinu, þar sem það var þjálf- aralaust, þar til vika var í Reykjavíkurmót. Liðið þurfti því hvort tveggja: að byggja upp þjálfun og taka þátt í mótum á sama tíma, en slíkt er of mikil áraun, og eftir nokkrar vikur segir það til sín, hvað keppnisárangur slaknar. Síðan kom í ljós, að sú þjálf- un, sem þjálfarar liðsins voru að byggja upp með lið- inu, bar árangur, en sá árangur kom ekki í ljós fyrr en í bikarkeppninni. Þannig er keppnisferill KR-inga dálítið einkennilegur sl. sumar. Þeir vinna Reykjavik- urmótið, detta síðan alveg niður um mitt sumar, en ná sér síðan aftur upp um haustið. Af einstökum leikmönnum KR-inga má nefna Eyleif Hafsteinsson, en hann má telja harðskeyttastan í fram- línunni. Baldvin Baldvinsson var alls ekki samur og hann hefur verið undanfarin ár, og má eiginlega segja, að þetta sumar hafi verið ,,off-season“ hjá honum, eins og þeir kalla það í Englandi. Aðra framlínumenn er ekki ástæða að nefna, einn öðrum fremur, því þar voru á ferðinni margir sæmilegir leikmenn, sem geta orðið góðir seinna meir, en í liðið vantaði alla festu, það var ekki yfirleitt sama liðið, eins og flest félög byggja á, heldur voru sífelldar breytingar, og það getur hafa átt sinn þátt í, að liðinu tókst ekki að ná saman. KR var að reyna að spila leikaðferðina 4-2-4, en þeim tókst það ekki, vörnin slitnaði oft úr sambandi við þá, sem léku í framlínunni, og það gerði það að verkum, að þeir áttu yfirleitt lítið miðjuspil og réðu sjaldan sjálfir gangi leiksins. Af varnarmönnum má telja sterkasta Þórð Jónsson og Ársæl Kjartansson, sem báðir léku stöðu miðframvarðar I liðinu, svo og bak- vörðinn Bjarna Felixson, að ógleymdum markmannin- um, Guðmundi Péturssyni, en hann má telja eitthvert mesta markmannsefni hérlendis I dag. Hann átti mjög góða leiki framan af sumri, varð síðan fyrir meiðslum í landsleiknum á móti Spánverjum, en var síðan aftur valinn í landslið gegn Danmörku, eftir að hann var búinn að ná sér nokkuð eftir meiðslin. Það má hins vegar segja, að leikurinn í Idrætsparken hafi nær riðið honum að fullu, því að því nauðsynlega sjálfstrausti, sem markmenn verða að hafa, glataði Guðmundur og náði sér ekki upp fyrr en í allra síðustu leikjum í haust. Að síðustu komum við að Akraness-liðinu. Fáum datt það í hug, að þeir mundu verða svona kyrfilega á botninum, eins og þeir urðu. Þeir unnu engan leik í fyrri umferð mótsins, það er ekki fyrr en þeir spil- uðu gegn KR hér á Laugardalsvellinum í seinni um- ferðinni, að þeim tókst að vinna leik og krækja í fyrstu 2 stigin, sem þeir fengu. Síðan náðu þeir hin- um tveim stigunum í Keflavík. Það er eftirtektarvert, að þeir fá þessi fjögur stig sín í leikjum að heiman, en voru sigraðir í öllum leikjunum heima á Akranesi. Þeir byrjuðu vorið nokkuð vel, sigruðu Keflvíkinga í Litlu-bikarkeppninni, úrslitaleik kepninnar 1966, en síðan ekki söguna meir, fyrr en eftir miðjan júlí, að liðið lék við KR. Akurnesingar höfðu ungu liði á að skipa, en þegar líða tók á mótið og fallhættan blasti við, þá tóku þeir það ráð að setja inn í liðið nokkrar gamlar og góðar stjörnur, og það virtist verða þeim sú vítamínsprauta, sem dugði, því að þau stig, sem þeir unnu, fengu þeir fyrst og fremst fyrir til- verknað þessara manna, Þórðar Jónssonar og Kristins Gunnlaugssonar. Þeir reyndust drjúgir leikmenn, enda hafa þeir mikla reynslu, sem hjálpaði þessum ungu leikmönnum til sigurs í þessum leikjum, en það dugði ekki til að verjast fallinu. 1 hópi þeirra ungu Akurnesinga má telja góðan efni- við í markverðinum, Einari Inga, arftaka Helga Daní- elssonar, svo og Matthíasi, hægri útherja, Guðjóni Guðmundssyni og Birni Lárussyni. Á miðjunni leikur Benedikt Viggósson. Hann er líka greinilega mikill efniviður, sterkur leikmaður og þolgóður, sem er nauð- synlegt fyrir slíka menn, þannig að þess má vænta, að Akranesliðið muni koma upp úr II. deild strax á næsta ári, ef þeir halda þessum mönnum við knatt- spyrnuna. Islandsmeistarar Fram í knatt- spyrnu 3. aldursflokks. 321

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.