Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 8
34. SAMBANDSRAÐSFUNDUR Í.S.Í.
Haldinn í Reykjavík 10. nóv. 1967
34. fundur Sambandsráðs ISl var haldinn í
Leifsbúð á Hótel Loftleiðum föstudaginn 10.
nóvember 1967.
Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, setti fundinn,
og bauð hann sérstaklega velkomna fulltrúa,
sem langt að voru komnir, svo og Kristján
Benjamínsson, nýkjörinn formann hins ný-
stofnaða Badmintonsambands Islands.
Síðan var gengið til dagskrár.
Skýrsla framkvœmdastjórnar.
Gísli Halldórsson flutti skýrslu framkvæmda-
stjórnar ÍSl fyrir tímabilið 6. maí—10. nóv. þ.á.,
en útdráttur úr þeirri skýrslu er birtur annars
staðar í blaðinu, og er hún því ekki rakin hér
nánar.
Þó ber að geta þess, að forseti notaði tæki-
færið og afhenti Þóri Þorgeirssyni, Laugar-
vatni, gullmerki ÍSl, sem framkvæmdastjórn
samþykkti að veita honum í tilefni af 50 ára
afmæli hans.
Að skýrslu lokinni drap forseti á, að fram-
kvæmdastjórnin hefði rætt það nokkuð, að
fella bæri niður haustfundi sambandsráðs, þar
sem formannafundirnir gætu komið í þeirra
stað, en þeir eru fastir liðir í starfi ISl þau
haust, þegar ekki eru íþróttaþing.
Olympíunefnd.
Hermann Guðmundsson, ritari Olympíu-
nefndar Islands, gerði grein fyrir fundargerð-
um nefndarinnar, sem lagðar voru fjölritaðar
fyrir fundinn, og Jens Guðbjörnsson, gjald-
keri nefndarinnar, gerði grein fyrir nokkrum
punktum úr reikningum nefndarinnar, en þeir
lágu ekki fyrir að öðru leyti.
Síðan tók til máls formaður KSl, Björgvin
Schram. Kvað hann fulla ástæðu til að þakka
framkvæmdastjórninni vel unnin störf á ofan
nefndu tímabili, en síðan bar hann fram fyrir-
spurn til gjaldkera Olympíunefndar um sjóð,
sem ON hefði lagt í bók, en sá sjóður væri
ágóði af þátttöku knattspyrnumanna í Olym-
píukeppni 1959. Kvað hann knattspyrnumenn
hafa hug á að fá sjóð þennan til ráðstöfunar.
Jens Guðbjörnsson skýrði frá því, að
Olympíusjóður Islands B-deild, sem væri um-
ræddur ágóði af knattspyrnuþátttöku 1959,
væri nú kr. 52.641,00.
Þórður Sigurðsson bar fram fyrirspurn,
hvort KSl hefði ekki fengið greiddan kostnað
vegna olympíuþátttöku á þessu ári.
Björgvin Schram upplýsti, að enn hefði ekki
komið til þess, að tap yrði af þátttöku knatt-
spyrnumanna í olympíukeppni.
Gísli Halldórsson skýrði frá, að umræddu fé
yrði ekki ráðstafað, nema í samráði við knatt-
spyrnumenn. Ennfremur upplýsti hann, að um-
deilt væri nokkuð, hvort undankeppnin væri
olympíuþátttaka, en hér hefði Olympíunefnd
þó frekar aðhyllzt þá skoðun, og vildi nefndin
án efa gjarnan nota umræddan sjóð til að
greiða ferðakostnað knattspyrnumanna til OL.
Garðar Sigurðsson, formaður SSl, bar fram
fyrirspurn um, hvort umsókn Sundsambands-
ins um styrk frá ON hefði ekki komið fram, en
þeirrar umsóknar var ekki getið í fundargerð-
um ON.
Upplýst var, að umsóknin hefði komið fram,
en þar sem ON hefði enn ekki tilkynnt þátt-
töku í sundi, gæti nefndin heldur ekki sam-
þykkt styrk til SSl.
Iþróttamiðstöð á Laugarvatni.
Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, drap á styrk-
324