Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 20
skyni af heimavistarhúsnæði iKl í nefndu húsi ásamt
geymslu og skála í kjallara og mötuneytisaðstöðu.
Þá skal ÍSl einnig fá afnot af íþróttamannvirkjum
skólans.
Ekki er ISl heimilt að leigja húsnæðið til annarra
aðila eða annarra nota en þeirra, er hér að framan
greinir.
4. gr.
Menntamálaráðuneytið áskilur sér rétt til aðstöðu í
heimavistarhúsi og íþróttamannvirkjum um tveggja
vikna skeið á hverju sumri, svo halda megi þar nám-
skeið fyrir íþróttakennara.
Æskilegt er, ef ekki fer í bága við starfsemi iKl og
samningar takast við starfsfóik, að ISl geti fengið að-
stöðu til námskeiða í húsnæði og á íþróttavöllum, þótt
skóli sé starfandi, en nemendur í leyfi.
5. gr.
Iþróttakennaraskóli Islands skal greiða leigu fyrir
afnot húsnæðis ISl. Á sama hátt skal Iþróttasam-
band Islands greiða leigu fyrir afnot húsnæðis iKl.
Þá skal ISl greiða leigu fyrir afnot af íþróttamann-
virkjum og taka þátt í viðhaldskostnaði þeirra.
Leigan skal metin árlega af skólastjóra iKl og
trúnaðarmanni ISl. Verði ágreiningur á milli þeirra,
sker menntamálaráðuneytið úr.
6. gr.
íþróttakennaraskóli Islands og Iþróttasamband Is-
lands greiða rekstrarkostnað hússins hvort í sínu lagi
eftir starfstímanum.
iKl og ISl greiða viðhaldskostnað húss og muna í
hlutfalli við eignina, starfstímann og notkun hússins.
Hvor aðili um sig skal afhenda hús og muni í góðu
ástandi til hins, er starfstímabili lýkur.
Skólastjóri iKl og trúnaðarmaður ISl skulu meta
það hverju sinni, hvort viðgerða sé þörf á eigninni.
Verði ekki samkomulag þar um, sker menntamála-
ráðuneytið úr.
7. gr.
Iþróttasamband Islands skal skipa trúnaðarmann,
er sér um starfsemi ISl á Laugarvatni.
Fyrir lok hvers árs skulu ISl og ÍKl hafa lagt fram
áætlun um sumarstarf sitt að Laugarvatni.
8. gr.
Reglur skulu samdar samkvæmt samningi þessum,
þar sem kveðið verður nánar á um ýmis framkvæmdar-
atriði.
Reglurnar skulu hljóta samþykki menntamálaráðu-
neytisins og framkvæmdastjórnar ISl.
9. gr.
Samningsaðilar hafa gagnkvæman rétt til uppsagn-
ar þessum samningi. Óski menntamálaráðuneytið að
segja upp samningi þessum, skal uppsögnin taka gildi
1. janúar næsta ár á eftir uppsögn, og er þá ISl
.skylt að selja ríkissjóði umræddan eignarhluta sinn í
heimavistarhúsinu, og skal ríkissjóður fá til eignar
hiuta ISl eigi síðar en þremur árum eftir uppsögn,
enda hafi ríkissjóður þá greitt ISl andvirði eignar-
hluta þessa samkvæmt mati matsmanna.
Ef ISl óskar að segja upp samningnum að sínum
hluta og selja eignarhluta sinn í heimavistarhúsinu,
þá hefur ríkissjóður forkaupsrétt samkvæmt mats-
verði. Greiðsla og afhending eignarhluta ISl skal þá
fara fram eftir sérstökum samningi, en ríkissjóður
skal hafa neytt forkaupsréttar síns eigi síðar en
fimmtán mánuðum eftir, að menntamálaráðuneytinu
barst skrifleg tilkynning þar um frá ISl.
Um mat það, sem gert er ráð fyrir í grein þessari,
skulu þær reglur gilda, að hvor samningsaðili um sig
tilnefnir einn matsmann. Ef þeir ná ekki samkomu-
lagi um matsupphæðina, þá skal sýslumaðurinn í Ár-
nessýslu fenginn til að dómkveðja oddamann, sem sker
úr ágreiningnum.
Við framkvæmd á þessari grein samningsins skal
ráðuneytið stuðla að því, að ISl verði gefinn kostur á
landi til byggingar á öðrum ákjósanlegum stað.
10. gr.
Nú ris ágreiningur um túlkun eða framkvæmd
þessa samnings, og skal sá ágreiningur lagður fyrir
sérstakan gerðardóm, sem skal skipa á sama hátt og
gert er ráð fyrir um skipun matsmanna í 9. gr. Úr-
skurður gerðardómsins er bindandi fyrir báða aðila.
11. gr.
Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða ein-
tökum, og heldur hvor aðili sínu.
Reykjavík, 26. maí 1967.
Menntamálaráðuneytið
Gylfi Þ. Gislason
(sign.)
Framkvæmdastjórn Iþróttasambands Islands
Gisli Halldórsson
(sign.)
Vitundarvottar:
Birgir Thorlacius
(sign.)
Þorsteinn Einarsson
(sign.)
Byggingu heimavistar íþróttakennaraskólans
miðar nú vel áfram, og hinn 14. október fór
framkvæmdastjórnin til Laugarvatns ásamt
formanni skólanefndar, Þorsteini Einarssyni
íþróttafulltrúa.
Mannvirki voru skoðuð og þegnar góðar veit-
ingar á heimili Árna Guðmundssonar skóla-
stjóra.
Iþróttasambandið hefur nú greitt eina
336