Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 43
2 varamenn. Var æft sem fyrr daglega í íþróttasal Miðbæjarskóla, og urðu æfingar með úrvalinu 18 og mæting 95% (6 mættu alltaf, hina 6 vantaði vegna lasleika, þátttöku í knattspyrnukeppni eða vinnu í 11 skipti). Þorsteinn Kristjánsson, landsþjálfari, kom á 28 æfingar af 29 og Þorsteinn Einarsson á 25 æfingar af 29. Flestar æfingar stóðu yfir i iy2 klst., en nokkrar i 2 klst. Þorsteinn Kristjánsson og Þorsteinn Einarsson skiptust á að þjálfa glímumennina og æfa brögð, varnir og viðureignir. Kolfinna Sigurvinsdóttir, íþróttakennari, kom á 6 æfingar og æfði hringdansinn ,,Dýravísur“ eftir Sigríði Valgeirsdóttur undir lagi Jóns Leifs við „Hani, krummi. ..“. Einnig veitti Elías Árnason aðstoð við þá kennslu. Nefndin hafði hug á því að komast í samband við Vestur-lslendinga. Var leitað til séra Braga Friðriks- sonar um að ná sambandi við þá. Hann skrifaði hr. prófessor Haraldi Bessasyni. Svar- bréf kom frá formanni íþróttanefndar Islendingadags- ins, hr. Baldri H. Sigurðssyni. Nefndin skrifaði honum. 1 svarbréfi skýrði hann frá því, að 17. júni væri eigi haldinn hátíðlegur meðal Vestur-Islendinga, en aftur á móti 31. júlí, en þá héldu þeir í Winnipeg íslendinga- dag, og ef unnt væri að fresta sýningu okkar á Expo 1967 þar til um það leyti, þá myndu þeir með gleði veita flokknum móttöku. Eigi var unnt að breyta fyrirætlunum, og varð þv£ eigi úr frekari bréfaskipt- um. Samband var haft við félag Vestur-lslendinga í Toronto. Með milligöngu Ölafs Gíslasonar, flugvéla- virkja, tókust bréfaviðskipti við félagið, og var ákveðið, að flokkurinn heimsækti Toronto á heimleið frá Montreal dagana 10. og 11. júní. Beiðni barst frá forstjóra skemmtigarðs (Woodland Park Zoo) í Brockville, Ontorio, um að sýna £ garðin- um sunnudagseftirmiðdaginn 11. júm. Var honum svar- að, að eigi væri unnt að verða við beiðninni vegna heimsóknar þann dag til Toronto. Nefndin færði snemma £ tal við Gunnar Friðriksson, hvort unnt væri að fá aðstoð einhvers starfsmanns Islandsdeildarinnar til þess að vera þulur á væntan- legri sýningu. Benti hann nefndinni á að leita til Péturs Karlssonar, sem starfaði þar vestra og talaði bæði ensku og frönsku. Var Pétri skrifað, og svaraði hann fljótt og kvaðst reiðubúinn að aðstoða flokkinn. Pétri voru þá sendar myndir af gl£mu, tveir bæklingar um glimu, greinargerð um tilhögun sýningarinnar og skýr- ingar á ýmsum atriðum, sem fræða þyrfti um. Flokkurinn var skipaður þessum mönnum: Ágúst Bjarnason, 22 ára, Umf. V£kverja, Guðmundur Freyr Halldórsson, 25 ára, Gl£muf. Á., Gunnar R. Ingvarsson, 23 ára, Umf. V£kverja, Garðar Erlendsson, 25 ára, KR, Vilhjálmur Ingi Árnason, 21 árs, Akureyri, Magnús Ólafsson, 17 ára, Umf. Vikverja, Óskar Baldursson, 20 ára, KR, Rögnvaldur Ólafsson, 18 ára, KR, Sigtryggur Sigurðsson, 20 ára, KR, Sveinn Hannesson, 20 ára, KR, Valgeir Halldórson, 21 árs, Glfmuf. Ármanni, Þorvaldur Þorsteinsson, 25 ára, Glimuf. Ármanni, Þorsteinn Kristjánsson, 65 ára, landsþjálfari GLl, Þorsteinn Einarsson, 55 ára, iþróttafulltrúi. Mánudaginn 5. júni var flokkurinn mættur til brott- íarar kl. 23,00 frá Loftleiðahótelinu, en frá Keflavik- urflugvelli var farið á loft kl. 1,15. Til New York var komið eftir rúmlega 7 klst. flug, og var þá klukkan þar 4. Lentum við þar i erfiðleikum með vegabréf eins piltanna, og þó að hann fengi að halda áfram, þá myndi hann eigi komast sömu leið til baka, nema hann fengi nýtt ferðamannsvísa. Tafir urðu i 4 klst. í New York vegna bilunar á raf- kerfi vélar þeirrar, sem við skyldum með til Montreal, svo að eigi var komið til Montreal fyrr en kl. 9,00. Eftir að flokkurinn hafði komið sér fyrir á gististaðn- um, hraðaði hann sér til heimssýningarinnar, og var þangað komið um hádegi. Var vel tekið á móti flokknum í skála Norðurlanda af Gunnari Friðrikssyni, Elínu Pálmadóttur, ritara Is- landsdeildarinnar, og Pétri Karlssyni. Fyrsta verk flokksins var að skoða sýningarstaðinn, svonefnt „Shell-Band“. Var um skellaga svæði að ræða, sem plastdúki var tjaldað yfir, en hliðar opnar, nema yfir sviðinu var steypt hálfkúla og náði sviðið að hálfu fram undan henni og var að stærð 9x10 m. Búnings- klefar voru undir sviðinu og gengt £ þá báðum megin sviðsins. Var gengið frá þvi við starfsmenn, að flokk- urinn gæti haft þar æfingu næsta dag — miðvikudag — kl. 8—9,30. Að þessu loknu var fundur með Gunnari Friðrikssyni, Pétri Karlssyni og Elínu Pálmadóttur. Var gengið frá þessari starfsskrá: Miðvikudag kl. 8—9,30. Æfing á sviði „Shell Band”. KI. 10—11 Fundur með fulltrúum hinna Norðurland- anna um Norðurlandadaginn. Kl. 11—16,30 Sjónvarps- upptaka fyrir sjónvarp heimssýningarinnar. Fimmtudag kl. 9—12. Hátíðleg athöfn dags Norður- landa á „Place de Nation". Kl. 10—13 Sjónvarpsupp- taka fyrir Sjónvarp Kanada (CBC). Kl. 13,30—15 Sýn- ingin. Kl. 16—19 Móttaka vegna Norðurlandadagsins £ skála Norðurlanda. Kl. 20 Kvöldverður fyrir flokkinn. Föstudaginn skyldi flokkurinn eiga til frjálsra af- nota, nema forystumenn skyldu mæta til hádegisverð- ar hjá framkvæmdastjóra Islandsdeildarinnar í skála Norðurlanda. Laugardaginn. Brottför kl. 16,00 með lest til Toronto. 1 lok fundarins kom að máli við flokkinn frú Erla McColey frá Toronto til þess að undirbúa ferð flokks- ins þangað og dvöl hans þar. Á æfingunni miðviku- dagsmorgun var farið yfir öll sýningaratriði og Pétur Karlsson æfður i að flytja skýringar. Við undirbúning sjónvarpsupptöku kom í ljós, að sézt hafði yfir að æfa og taka saman sýningaratriði og frásagnir. Liggur í þessu mikil vinna og hún tímafrek. Einnig skyldi gera ráð fyrir við slikan undirbúning, að sjónvarpsstöðvar búa yfir þröngu rými og að gólf eru venjulega úr steini. Til fyrri sjónvarpsupptökunnar fóru 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.