Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 52

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 52
sjaldan nema einu eða tveim mörkum á annan hvorn veginn. Rétt fyrir leikslok var staðan 6 mörk gegn 5 Islandi í vil, og liðið var í sókn, þegar dæmt var að okk- ar dómi mjög vafasamt fríkast á Island, og úr skyndi- upphlaupi skoruðu þær norsku og jöfnuðu. Þannig lauk leiknum, 6 mörk gegn 6, eitt stig. Að loknum leiknum hélt þjálfarinn fund með fararstjórum og dómara og síðan með liðinu, en að loknum snæðingi var farið I stutta ökuferð, en gengið til náða kl. 23,00. Daginn eftir var risið árla úr rekkju og liðið búið undir að mæta Dönum, sem álitnir voru sigurstrang- legastir í keppninni. Breytti þjálfarinn liðinu, og önnur leikaðferð var fyrirhuguð. Fyrstu 10 mínúturn- ar var leikurinn jafn, en svo fór að síga verulega á ógæfuhliðina, danska liðið skoraði hvert markið af öðru, og í leikhléi var staðan 10 mörk gegn 6, Dön- um í vil. 1 leikhléi fyrirskipaði þjálfarinn nýja leik- aðferð, sem m. a. var fólgin í þvi, að ein af dönsku stúlkunum skyldi „tekin úr umferð". Þetta tókst eins vel og bezt var á kosið, og staðan breyttist. Léku stúlk- urnar mjög vel og skipulega, og leikurinn var afar jafn og spennandi. Þegar staðan var 10 gegn 9 fyrir Dani, þá var einni af íslenzku stúlkunum vísað af velli fyrir heldur klaufalegt brot, og eftir það náðu Danir yfirhöndinni á ný og sigruðu með 13 mörkum gegn 10. Var þetta almennt talinn einn skemmtilegasti leikur mótsins. Síðasta daginn var leikið gegn Svíum, en íslenzka liðið gat náð öðru sæti með þvl að vinna þann leik. Var lagt kapp á að búa liðið sem allra bezt undir þann leik, sem og hina. Ekki er því að neita, að þessi leikur olli nokkrum vonbrigðum. Sænska liðið lék faliegan handknattleik gegn Dönum og Norðmönnum, hraðan og dreifðan, en illa gekk þeim að skora. Sænsku stúlkurnar reyndu að halda knettinum sem lengst í leiknum gegn Islandi, og það tókst, óþolinmæði gætti hjá ísl. liðinu, og skipu- lag fór út um þúfur að dálitlu leyti. Lauk leiknum með jafntefli 5—5, og máttu sænsku stúlkurnar sér- staklega þakka það markverði sínum, sem stóð sig afbragðs vel, og dóttur vinar okkar, Hasse Carlson dómara, en hún skoraði flest mörkin. Islenzka liðið hafnaði í þriðja sæti, með 2 stig, á eftir Dönum, sem urðu Norðurlandameistarar (6 stig) og Norðmönnum, sem hlutu annað sætið (4 stig), Svíar urðu númer 4 með 1 stig. Verður að telja það allgóðan árangur. Fæstir munu hafa búizt við því, ao íslenzka liðið mundi ná langt i keppni þessari, en í fyrra hlaut Island 4. sæti á NM, sem þá fór fram í Svíþjóð. Úrslit leikja: Island—Noregur 6— 6 Danmörk—Svíþj óð 6— 2 Danmörk—Island 13—10 N or egur—S víþ j óð 4— 1 Sviþ j óð—Island 5— 5 Danmörk—Noregur 9— 7 Ástæða er til að geta þess, að íslenzku stúlkurnar vöktu athygli í Noregi fyrst og fremst fyrir leikgleði og lifsgleði. Einnig fyrir nokkuð óheflaðan handknatt- leik, sérstaklega varnarleikinn. Þá vakti liðið einnig athygli fyrir prúða og frjálsa framkomu, og er ánægju- legt til þess að vita, að stúlkurnar voru til hins mesta sóma, hvar sem þær fóru. Þess má loks geta, að íslenzki hópurinn leigði sér bifreið þegar fyrsta daginn, sem notuð var til þess að flytja hópinn til og frá mat- stað, leikstað og náttstað. Greiddu allir þátttakendur til jafns kostnaðinn við þetta, sem varð n. kr. 12,50 á hvern. Kom bíllinn að miklum notum, eknir voru u. þ. b. 130 km þessa 3 daga, þar af ca. 100 km, sem annars hefði þurft að fara fótgangandi milli áður- nefndra staða. Fararstjórar gagnrýndu ýmislegt við framkvæmd mótsins og aðbúnað, en allt fór samt vel og ekki ástæða til þess að kvarta. Eftirtaldar stúlkur tóku þátt í ferðinni: Sigrún Guðmundsdóttir (fyrirliði), Val, Björg Guð- mundsdóttir, Val, Ragnheiður Lárusdóttir, Val, Regína Islandsmeistarar FH í handknattleik utanhúss ásamt Einari Mathiesen, formanni handknattleiksdeildar FH, og Jóhannesi Sæmundssyni, þjálfara liðsins. 368

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.