Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 21

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 21
milljón króna til byggingar heimavistarhússins. Hinn 7. nóvember s.l. skipaði framkvæmda- stjórnin þessa menn til þess að sjá um rekstur Iþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni: Gunnlaug J. Briem, Stefán Kristjánsson, Úlfar Þórðarson, Sigurð Guðmundsson og Jón Magnússon. Aðrar íþróttamiðstöðvar. Það hefur verið stefna framkvæmdastjórn- arinnar, mótuð af fyrri samþykktum íþrótta- þinga, að aðstoða við að koma upp og viður- kenna íþróttamiðstöðvar sem víðast á landinu. Vetraríþróttamiðstöð ISÍ er á Akureyri, svo sem kunnugt er, og hin fullkomnustu skilyrði verða þar með tilkomu skíðalyftu, sem tekin verður í notkun næstu daga. Á Isafirði er líka verið að taka í notkun fullkomna skíðalyftu. Á fundi sínum 27. október s.l. samþykkti framkvæmdastjórnin að viðurkenna Lauga- skóla sem íþróttamiðstöð fyrir Þingeyjarsýslur báðar. Úthlutun kennslustyrkja 1967. Iþróttanefnd ríkisins samþykkti á fundi sín- um 18. október 1967 að styrkja íþróttakennslu á vegum héraðssambanda og sérsambanda með kr. 925.000,00, og skiptist upphæðin þann- ig: Á vegum ÍSÍ ............. kr. 783.600,00 Á vegum UMFl............. — 141.400,00 Skipting þessi byggist á kennsluskýrslum fyr- ir árið 1966, sem þeir Þorsteinn Einarsson og Hermann Guðmundsson hafa unnið úr. Forsenda úrvinnslunnar er þessi: Mánaðarkaup, 24 daga starf . kr. 14.464,00 Dagkaup, 7 stunda vinna ____ — 602,67 Tímakaup ................... — 135,60 Metinn styrkur af keyptri kennslu er útreikn- aður þannig, að félögum í sveitum eru reiknuð 75% af kaupinu, en félögum í kaupstöðum 50%. Ennfremur er gefin kennsla styrkt, en aðeins að helmingi miðað við keypta kennslu eða 37,5% í sveitum, en 25% í kaupstöðum. Til þess að geta greitt þetta hlutfall, hefði kennslustyrkurinn orðið að nema kr. 3.212.303,00, en eins og að framan segir, er styrkupphæðin kr. 925.000,00, þ. e. a. s. 28,8% af því, sem hún þyrfti að vera. ISl annast yfirleitt útborgun þessara styrkja til kaupstaðanna, en UMFl og ISl til helminga til héraðssambandanna úti á landi. Samkvæmt kennsluskýrslum ársins 1966 voru: Raunverulega greidd kennslulaun .. kr. 3.987.145,64 Gefin íþróttakennsla...................— 4.133.069,18 Greidd leiga eða rekstrarkostnaður íþróttamannvirkja, ferðakostnaður og dvalarkostnaður kennara, kaupverð íþróttatækja og viðhald ...............— 3.582.880,64 Eða alls kr. 11.703.095,46 Styrkur Iþróttanefndar er því 7,9% af heildarkostnaðinum. Úthlutun á útbreiðslustyrk til héraðssambanda. Þar sem framkvæmdastjórnin hafði ákveðið að tengja úthlutun útbreiðslustyrkja til héraðs- sambandanna að nokkru kennslustyrkjum í ár, varð úthlutunin síðbúnari en áður. Hinn 27. október samþykkti framkvæmda- stjórnin á fundi sínum að veita hverju héraðs- sambandi kr. 5.000,00 í útbreiðslustyrk, en auk þess kr. 3,00 á hvern skattskyldan félaga. Þá var og samþykkt að verja kr. 230.000,00 af fé því, sem áætlað var til útbreiðslu hjá héraðs- samböndunum, til frekari styrktar á kennslu- kostnaði. Er hér um að ræða 25% viðbót á þann styrk, sem Iþróttanefnd veitir til kennslu- mála, bæði þann hluta, sem UMFl greiðir til héraðssambandanna (kr. 141.000,00) og þann hluta, sem ISl greiðir (kr. 783.600,00). Landshappdrœtti ISÍ. Með bréfi, dagsettu 27. júní s.l., tilkynnti framkvæmdastjórnin héraðssamböndunum, að hún hefði í undirbúningi að koma á stað fjórða landshappdrættinu, og yrði það með sama sniði og þriðja landshappdrættið, þ.e. að sam- ið yrði við þau héraðssambönd, sem þess ósk- uðu, að þau keyptu sem svaraði 2 miðum á hvern félaga gegn greiðslu 25% af söluverði miða, sem yrði kr. 50,00 pr. stk. Hafa héraðs- samböndin flest samið um þetta fyrirkomulag. Baldur Jónsson var síðan ráðinn til þess að veita þessu landshappdrætti forstöðu sem hin- um fyrri. 337

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.