Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 12
efnis, að menningarlega yrði að vera að öllu
starfi og samstarfi á Laugarvatni staðið, falla
í góðan jarðveg hjá stjórn ÍKÍ, og kvaðst hann
ganga fagnandi til samstarfsins í framtíðinni.
Vilhjálmur Einarsson ræddi nokkuð galla og
kosti Laugarvatns sem íþróttamiðstöðvar.
Til galla taldi harm: Of mikla fjarlægð frá
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, fagnaði
því, að samningur væri nú kominn á, og kvað
hann öll undirbúningsstörf þess hafa verið
ánægjuleg og einkennzt af einlægni og góðmn
samstarfsvilja.
Þá rakti Þorsteinn lauslega sögu IKI og þörf-
ina á eflingu skólans, þar sem skortur á íþrótta-
Frá formannafundi ISl 12. nóv.:
Úlfar Þórðarson, formaður IBR,
er fremst á myndinni til vinstri, en
aðrir, sem sjást, eru frá vinstri:
Þórir Þorg-eirsson, sambandsráðs-
fulltr. Suðurl., Þórarinn Þórarins-
son, sambandsráðsfulltr. Austurl.,
Kristján Benjamínsson, form. BSl,
Sveinn Björnsson, ritari ISl, Her-
mann Guðmundsson, framkv.stjóri
ISl, Guðjón Einarsson, varaforseti
ISl, Gísli Halldórsson, forseti ISl,
Gunnlaugur Briem, gjaldk. ISl og
Þorvarður Árnason, fundar. ISI.
Reykjavík. Mikinn ferðamannastraum. Hótel-
rekstur á staðnum. Of nauman þann tíma, sem
ISl hefði ráð á aðstöðunni á Laugarvatni árlega.
Hvað kostina snerti, tók hann mjög undir
mál Árna Guðmundssonar.
Starfsemi, sem reka bæri á Laugarvatni, taldi
Vilhjálmtu*:
1. Þjálfun landsliða fyrir landskeppni.
2. Sérþjálfun landsliða undir handleiðslu sér-
þjálfara, og þyrfti hún að fara fram í júní.
3. Leiðbeinendanámskeið.
4. Afnot íþróttafélaga og héraðssambanda.
5. TJtbreiðslunámskeið ISl fyrir þá æsku, sem
einhverra hluta vegna er ekki í íþrótta-
félögum.
Mötuneyti kvað Vilhjálmur nauðsyn í sam-
bandi við íþróttamiðstöðina, og þyrfti að vera
hægt að selja íþróttahópum mat á mötuneytis-
verði.
Kennslutæki og íþróttatæki, t. d. til móts-
halds þyrftu að vera öll til á staðnum.
Að lokum kvaðst Vilhjálmur vona, að héraðs-
og sérsamböndin bæru gæfu til að færa sér þá
möguleika í nyt, sem þarna skapast, og enn-
fremur á þeim skólastöðum, sem samþykktir
eru og verða sem héraðsíþróttamiðstöðvar.
kennurum væri mikill, bæði fyrir skóla lands-
ins og hina frjálsu íþróttastarfsemi í landinu.
Ræddi Þorsteinn um íþróttamiðstöðina og
nokkuð þá galla, sem Vilhjálmur ræddi í sínu
erindi. Taldi hann þá smávægilega og benti
jafnframt á, að hér væri enn aðeins um að ræða
upphaf starfs, og væru allir möguleikar á, hver
þróun stofnunarinnar yrði í framtíðinni.
Óskar Ágústsson kvaðst þakklátur fyrir það,
að samþykkt hefði verið að gera Laugar að hér-
aðsíþróttamiðstöð.
Skýrði hann frá reynslu þeirra Þingeyinga í
æskulýðsstarfi og ræddi þörfina á leiðbein-
endanámskeiðum fyrir þá menn, sem sinna vilja
íþróttakennslu unglinga og barna, þótt þeir
ekki geti sótt ÍKl.
Bauð Óskar, að slíkt námskeið yrði haldið á
Laugum næsta vor fyrir einn mann úr hverj-
um hreppi í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði, Skaga-
firði og Húnavatnssýslum.
Enn bauð hann til móts, þar sem kæmi einn
í hverja grein úr hverri sýslu á aldrinum 10—
15 ára, og yrði sú keppni byggð á líkum grund-
velli og HSÞ hefur haldið sín unglingamót.
Síðan var máli þessu vísað til nefndar og
gefið kaffihlé.
Að kaffihléi loknu var fundi fram haldið.
328