Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 35

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 35
IÞRO TTAANNALL 1967 7. Bikarkeppni KSÍ — 3. uinferð: ÍA b—Þróttur a 3:2 eftir framlengingu, en að loknum venjulegum leiktíma var jafntefli 1:1. Leikurinn fór fram á Melavelli í Reykjavík. 8. Á sundmóti í Moskvu setti Rússinn Alexander Gord- ejev Evrópumet í 100 m flugsundi, 58,4 sek. 8. Finnsk stúlka, Leena Turunen, bætti heimsmetið í 100 km hjóireiðum í 2-44:57,0 klst. 9. Á íþróttamóti í Manosque stökk Frakkinn Hervé d’Encausse 5,28 m í stangarstökki, en það var nýtt Evrópumet. 9. Erlendur Valdimarsson, ÍR, sigraði í kringlukasti, 48,25 m, á iþróttamóti í Holte í Danmörku. 9. Kí — 1. deild: Fram—lA 2:1 (2:0) í spennandi leik á Laugardalsvelli. 9. AJtureyringar sigruðu Vestmannaeyinga með 6:4 (5:1) í bæjakeppni í knattspyrnu, sem fram fór á Akureyri. 9.—13. Heimsmeistaramót í nútíma fimmtarþraut (reiðar, skylmingar, skotfimi, sund, hlaup) fór fram í Jönköping í Sviþjóð. Heimsmeistari varð Ung- verjinn Andreas Balczo með 5056 stig, en i flokka- keppni sigruðu Ungverjar (Balczo, Török, Mona) með 14237 stig. Balczo varð nú heimsmeistari í 4. skipti í röð. 10. ÍBA—ÍBV 6:2 (2:2) í knattspyrnuleik á Akureyri. 10. Kl — 1. deild: Valur—ÍBK 4:2 (1:1) i skemmtileg- um leik á Laugardalsvelli. 10. Fram varð íslandsmeistari í knattspyrnu 3. aldurs- flokks, sigraði Selfoss í úrslitaleik með 5:0 og vann til eignar bikar, sem Lúllabúð gaf á sínum tíma. 11. Sævar Gunnarsson sigraði með miklum yfirburðum í fyrstu Coca-Cola-bikarkeppni Golfklúbbs Akur- eyrar. Lék hann 72 holur í 301 höggi, en Ragnar Steinbergsson, sem næstur varð, í 324. — Coca-Cola bikarinn gaf Pétur Björnsson, forstjóri. 13. Evrópubikarkeppni bikarmeistara í knattspyrnu: Abercleen — KR 4:1 (2:0) í seinni leik félaganna, sem fram fór í Reykjavík. 14. Umf. Selfoss varð íslandsmeistari í knattspyrnu 2. aldursflokks, sigraði ÍBK með 2:0 (0:0) í úrslita- leik, sem fór fram í votviðri og á forugum Mela- vellinum í Reykjavík. 15. —16. Sovétríkin báru sigur úr býtum í Evrópubik- arkeppni frjálsíþróttamanna, en úrslitakeppnin fór fram í Kiev. Sigruðu Sovétríkin í karlakeppninni með 81 stigi, Austur-Þjóðverjar komu næstir með 80 stig, Vestur-Þjóðverjar hlutu einnig 80 stig, en færri gullverðlaun en Austur-Þjóðverjar, Pólverjar hlutu 68 stig, Frakkar 57 og Ungverjar 53. 16. Bikarkeppni KSl — 4. umferð: lA b—Týr 1:0 á Akranesi. 16. —17. Norðurlandameistaramót í tugþraut fór fram í Kaupmannahöfn. Keppendur af Islands hálfu voru Ölafur Guðmundsson, KR, og Valbjörn Þorláksson, KR, en fararstjóri Snæbjörn Jónsson, ritari FRl. — Alls voru keppendur 14 talsins í tugþrautinni, og náðist yfirleitt mjög góður árangur. Sigurveg- ari varð Steen Smidt Jensen, Danmörku, með 7417 stig. Valbjörn varð 2. með 7354 stig, sem er 189 stigum betra en núgildandi met hans. Ólafur varð hins vegar fyrir því óhappi að fella byrjunarhæð í stangarstökki og hætti þá keppninni. — Árang- ur íslendinganna í einstökum greinum var sem hér segir: Valbjörn: 10,7 meðv. — 7,04 meðv. — 12,90 — 1,78 — 50,6 — 15,4 meðv. — 39,09 — 4,40 — 56,52 — 4:59,2. — Ólafur: 11,0 meðv. — 6,99 meðv. — 10,82 — 1,69 — 51,2 — 16,5 meðv. — 35,14. 17. Evrópubilcarlceppni meistaraliða í knattspyrnu — 1. umferð: Islandsmeistararnir Valur—Luxemburg- armeistararnir La Jeunesse d’Esch 1:1 (1:1) í fyrri leik félaganna, sem fram fór á Laugardalsvelli í Reykjavík. 17. Handknattleiksferð FH til Danmerkur: FH—Skov- bakken 18:18 (7:9) í Aarhus. 17. Sænska stúlkan Elisabeth Ljunggren synti 1500 m skriðsund á 18:49,9 mín. á sundmóti í Stokkhólmi, en árangur hennar er nýtt Evrópumet. 18. Valur varð íslandsmeistari í knattspyrnu 5. ald- ursflokks, sigraði Viking með 1:0 í þriðja úrslita- leik félaganna á Melavelli. 18. Danmerkurferð FH: Fredericia—FH 17:16 (11:11). 19. Samtök íþróttafréttamanna sæmdu Frímann Helga- son gullmerki samtakanna í kaffisamsæti á Hótel Sögu. Aðeins einn maður, Benedikt heitinn Waage, heiðursforseti ISl, hefur áður borið merki þetta. 19. Bikarkeppni KSl — 4. umferð: Víkingur a vanri 351

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.