Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 10
í lyftingum, og væru þessar reglur nú tilbún- ar til prentunar, en þær væru þýddar úr sænsku. Forseti fSf þakkaði Stefáni hans starf að málinu, en enginn kvaddi sér hljóðs um þetta mál. Iþróttamót ISl 1970. Forseti skýrði frá því, að framkvæmdastjórn- in hefði skipað nefnd til að vinna að fram- kvæmd tillögu um þetta mál, sem samþykkt var á íþróttaþingi 1966, og væri formaður þeirrar nefndar Sveinn Björnsson, ritari ÍSÍ. Taldi forseti, að því aðeins gæti tekizt að halda svona mót, að öll sérsamböndin og öll héraðssamböndin legðust á eitt, og slíkt mót gerði brýnni þörfina á stofnun fimleikasam- bands, sem fengi þarna veglegt verkefni, t.d. að hafa 500 manna hópsýningu. Skýrði Gísli frá þeirri skoðun sinni, að mót þetta ætti að fara fram í Reykjavík, og færði hann rök að þeirri skoðun. M.a. benti hann á þau mannvirki, sem í Laugardal eru nú, og auk þess kvað hann nokkru mundi verða við þau bætt fyrir 1970. Taldi forseti, að að því yrði mikill vinning- ur, ef fólk fengi að sjá þann mikla fjölda, sem íþróttir stundar, og þann fjölda margvíslegra íþróttagreina, sem stundaðar er, á einu og sama móti. Enn fremur tóku til máls um þennan dag- skrárlið Jens Guðbjörnsson, Ármann Dalmanns- son og Jón Fr. Hjartar, og tóku þeir allir í sama streng, að mót þetta væri æskilegt og tilhlökkunar efni, og skýrðu frá slíkum mót- um erlendis, sem þeir hefðu sótt. Lög Badmintonsambands Islands. Lögum Badmintonsambands íslands hafði verið vísað til sambandsráðs til staðfestingar, en þau voru samþykkt á stofnþingi BSÍ 5. nóvember sl., eftir að dagskrá sambandsráðs- fundar hafði verið ákveðin. Samþykkti fund- urinn að taka málið fyrir. Björgvin Schram spurði, hvort ekki væri til íslenzkt orð um badminton. Kristján Benjamínsson sagði frá því, að á stofnþinginu hefði verið rætt um íslenzka orðið hnit, sem fram hefði komið tillaga um, en þar hefði orðið badminton sigrað. Þórður Sigurðsson mælti á móti orðinu badminton og skýrði frá því, að orðið hnit væri í nýjustu íslenzkri orðabók í merkingunni badminton. Björgvin Schram ræddi nokkuð um þýðingu knattspyrnulaganna, sem hann taldi til fyrir- myndar og hafa gefizt vel. Var hann þeirrar skoðunar, að taka bæri upp þetta góða íslenzka orð hnit um badmintoníþróttina. Urðu nokkrar umræður frekari um nafn hins nýja sambands, og tóku þátt í þeim þeir Her- mann Guðmundsson, Jón Fr. Hjartar, Garðar Sigurðsson, Ármann Dalmannsson, Kjartan Bergmann Guðjónsson, Þorvarður Árnason og Kristján Benjamínsson. Kom m. a. fram sú skoðun, að hægt væri að staðfesta lög BSÍ, en vísa því jafnframt til stjórnar sambandsins, hvort hún sæi sér ekki fært að taka nafngiftina til endurskoðunar. For- seti bar síðan upp lagafrumvarpið, með þeirri ósk, sem fram væri komin, að stjórnin tæki nafnið til athugunar og endurskoðunar, og var það samþykkt samhljóða. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir, en fundar- gerð lesin og samþykkt, og fundi síðan slitið. Á þessum fundi sambandsráðs mættu: tJr framkvæmdastjórn lSl: Gísli Halldórsson, forseti ISl, Gunnlaugur J. Briem, Sveinn Björnsson og Þorvarður Árnason. Fulltrúar kjördœmanna: Jens Guðbjörnsson, Reykjavík, Jón Fr. Hjartar, Borgarnesi, Sigurður Jóhannsson, Isafirði, Ingvar Jónsson, Skagaströnd, Ármann Dalmannsson, Akureyri, Þórarinn Sveinsson, Eiðum, og Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni. Fulltrúar sérsambandanna: örn Eiðsson, varaformaður Frjálsíþróttasambands Islands, Björgvin Schram, fomaður Knattspyrnusam- bands íslands, Axel Einarsson, formaður Handknatt- leikssambands Islands, Bogi Þorsteinsson, formaður Körfuknattleikssambands Islands, Stefán Kristjánsson, formaður Skíðasambands Islands, Garðar Sigurðsson, formaður Sundsambands Islands, Guðlaugur Guðjóns- son, varaformaður Golfsambands Islands, Kjartan B. Guðjónsson, formaður Glímusambands Islands, og Kristján Benjamínsson, formaður Badmintonsambands Islands. Auk þess: Þórður Sigurðsson, ritstjóri Iþróttablaðsins, og Her- mann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISÍ. 326
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.