Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 51
Islenzka unglingalandsliðið, sem varð í öðru sæti á Norðurlanda- móti unglinga í handknattleik, sem fram fór í Vánersborg í Svi- þjóð 31. marz til 2. apríl. Með piltunum eru á myndinni Jón Kristjánsson, formaður ungl- ingalandsliðsnefndar HSl, og Við- ar Símonarson, þjálfari liðsins. hálfleik lauk með 11:6 Svíum í vil, en I síðari hálfleik komust Danir nálægt því að jafna undir lokin, en Svíar tryggðu sigurinn 17:13 með því að skora tvö síðustu mörkin. 1 þriðju umferð kl. 18—20 mættust fyrst Norð- menn og Finnar. Voru Norðmenn yfir allan leikinn og unnu með 20:17 eftir stöðuna 12:8 í hálfleik. Var nú komið að leik Islands og Danmerkur. Höfðum við ákveðið varnarleik gegn Dönum á þann hátt, að Flemming Hansen, stórskyttan, væri eltur hvert spor. 1 þetta hlutverk var valinn Ásgeir Elíasson, sem gætti Hansen mjög vel, og varð Hansen að lokum að hverfa af leikvelli samkvæmt ákvörðun danska þjálfarans. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og staðan í hléi 7:6 okkur í vil. 1 byrjun síðari hálfleiks kom mjög góður kafli hjá okkar piltum, og komumst við í stöðuna 13:7. Var það einkum Jón Hjaltalín, sem lét nú að sér kveða og skoraði alls 10 mörk í þessum leik. Undir lokin jafnaðist leikurinn nokkuð og endaði 20:14 okkur í vil. I fjórðu umferð á sunnudagsmorgun léku fyrst Svíar og Finnar. Voru yfirburðir Svía miklir, og lauk leikn- um með 26:8 þeim í vil eftir stöðuna 14:4 í leikhléi. Síðan hófst siðasti leikur íslenzka liðsins gegn Norð- mönnum, og léku okkar menn nú enn sömu varnarað- ferð og gegn Dönum. Gekk þetta vei í fyrri hálfleik, sem lauk 7:3 okkur í vil. Fyrst í síðari hálfleik virtist dofna yfir liðinu, og Norðmenn náðu að jafna 9:9. Tóku piltarnir þá á sig rögg og komust í 12:9, en Norðmenn sækja sig enn og ná 12:11. Lokakaflann vann svo okkar lið á, og endaði leikurinn 15:11 okkur í vil. Var þá þegar ljóst, að önnur verðlaun mundu falla piltunum okkar í skaut. Siðasta umferð var leikin kl. 14—16 á sunnudag. Léku þá Danir við Finna, og sigruðu Danir með 22:19. Loks léku Svíar og Norð- menn, sigruðu Svíar I þeim leik með 17:11. Höfðu þeir þá orðið Norðurlandameistarar í sjöunda sinn í röð, unnið alla keppinautana með nokkrum mun. Island hlaut annað sæti, Danir þriðja, Norðmenn fjórða, og Finnar ráku lestina. Lið okkar var nú í öðru sæti, var í þriðja sæti í fyrra, en áður í fjórða. Markmennirnir stóðu sig mjög vel, fengu á sig mest 16 mörk og vörðu eitt vítakast hvor í hverjum leik, en fengu á sig einungis eitt mark hvor úr vítakasti. Vörnin var einnig góð í leikjunum öllum, einkum þó tveim síðustu. Sóknin tókst allmis- jafnlega í fyrstu tveim leikjunum, einkum í leiknum gegn Svíum. Markhæstir uröu: Jón Hjaltalín 22 og Einar Magnússon 11. Það er engum vafa undirorpið, að þrekþjálfun sú, sem piltarnir stunduðu af kappi í allan vetur, hafði úrslitaþýðingu, einkum í leikjunum sem unnust, piltarnir virtust alltaf hafa nægilegt þrek, er líða tók á leiktímann, og hægt var að hafa sömu piltana heilu leikina eftir vild. Stúlkur. Island tók þátt í Norðurlandamóti í handknattleik stúlkna (yngri en 19 ára), sem haldið var i Eidsvoll í Noregi dagana 31. marz til 2. apríl 1967. Flogið var frá Reykjavík til Osló, en með sömu flugvél fór einnig landslið pilta, sem þátt tók í NM í Svíþjóð, og sagt er frá hér að framan. Komið var til Osló um miðjan dag, og var ætlunin að fara beint til Eiðsvalla, en i ljós kom, að norskum var eitthvað að vanbúnaði þar efra, og urðum við því að gista í Osló þá um nóttina. I dögun var svo haldið til mótsstaðar með lest og þangað komið eftir rúmlega klukkustundar ferð. Ósk- aði þjálfarinn þá þegar eftir því að fá aðstöðu til þess að æfa lið sitt, jafnskjótt og lokið var að finna öllum náttstað, en það tók dálítinn tíma. Æfði íslenzka liðið ávallt einu sinni á dag. Þennan sama dag kl. 17.00 setti formaður norska handknattleikssambandsins mótið, en síðan hófst fyrsti leikurinn, og mættust þá Island og Noregur. Vitað var, að norska liðið var allsterkt, og mátti lesa í norskum blöðum, að heimamenn gerðu sér vonir um góða frammistöðu liðs síns, og bjuggust margir við sigri þess í mótinu. Gerðum við okkur því ljóst, að við ramman reip var að draga, en skemmst er frá því að segja, að islenzku stúlkurnar komu skemmtilega á óvart, þær léku af mikilli festu og leikni, og náðu fljótt yfirhönd. Síðan skiptust liðin á að skora, og munaði 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.