Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 19
MITRE fótboltar MASTER handboltar KOMET fótboltar. Berri leikfimisfatnaöur stutterma — langerma. Badminton peysur íþróttasokkar íþróttabuxur Leikfimisbolir Póstsendum SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 — Sími 11783 Reykjavík veginn jafnfætis við hin löndin að Sví- þjóð undanskilinni. Þarna lékum við á 799 höggum og urðum í fjórða sæti, en Finnarnir urðu í fimmta sæti með 818 högg. Danir léku á 785 höggum, eða 14 höggum á undan okkur og Norðmenn léku á 783 höggum. Á síðasta Norður- landamóti vorum við nokkuð langt á eftir Finnum og ég held að það hafi munað um 50 höggum á okkur og Dönum. Á næsta Norðurlandamóti, sem verður í Finnlandi, eigum við að geta náð bæði Norðmönnum og Dön- um og jafnvel eigum við möguleika á að vinna þá, og ég þori næstum að lofa því að við náum öðru sætinu þegar Norðurlandamótið verður haldið hér á landi 1982. Svíana nálgumst við hins vegar ekki fyrr en við verðum komnir út í hálfgerða atvinnumennsku. Það er mjög ánægjulegt að finna hvað við höfum dregið á hinar þjóð- irnar. Okkur hefur stórfarið fram á sama tíma og þær standa nokkurn veg- inn í stað, en það furðulega er að ekki hefur orðið mikil aukning í golfíþrótt- inni í Noregi og Danmörku. Þar eru hins vegar betri vellir og unnt að æfa íþróttina lengur ár hvert. Þetta keppnistímabil var nokkuð strangt og mikið um þátttöku í erlend- um mótum. Sjálfur var ég t.d. um fimm vikur erlendis í keppni í sumar. Þetta hefði verið mjög erfitt fyrir mig ef ég hefði ekki notið stuðnings Golfklúbbs Reykjavíkur, en þar starfaði ég í sumar, og fékk að halda launum meðan ég var í þessum keppnisferðum. Þótt maður hafi gaman af þessum ferðum og hafi unun af íþróttinni, hafa fáir efni á því að vera svo lengi í launalausu leyfi. Því miður verður það sennilega aldrei svo hérlendis að golfmenn, fremur en aðrir íþróttamenn, fái launagreiðslur fyrir að taka þátt í íþrótt sinni, — til þess er fjöldinn ekki nógu mikill. En það er vert að þakka það sem gert er. Golfklúbbarnir reyna eftir mætti að styðja þá félaga sem sendir eru utan til keppni og er það íþróttamönnunum í senn uppörvun og styrkur að fá framlag þeirra, þótt það sé ef til vill ekki mikið. Það munar um hvað sem er. Helztu möguleikar íslenzkra golf- manna til þess að komast í eittthvað sem er í líkingu við atvinnumennsku er að fara í skóla til Bandaríkjanna. Þar er mjög hörð samkeppni í skólamótunum og góðir golfleikarar því eftirsóttir og fá fyrirgreiðslu. Svíarnir hafa gert töluvert af því að senda unga golfleikara til Bandaríkjanna og byggja þá þannig upp, og við eigum möguleika á því líka. Við verðum auðvitað varir við mik- inn aðstöðumun þegar við mætum er- lendum golfmönnum og get ég get nefnt hér sem dæmi að sænska golf- sambandið hefur tuttugu fasta starfs- menn, en Golfsamband Islands hefur engan starfsmann. Sænska golfsam- bandið sendir landslið sitt til keppni á Eisenhowermótið, sem er heims- meistaramót áhugamanna, en það fer að þessu sinni fram á Fidji-eyjum, og áður en liðið fer til þessa móts mun það dvelja á Hawaii í hálfan mánuð til þess að æfa og venjast loftslaginu, og síðan mun liðið halda áfram á keppnisferð sinni. ísland hefur enga möguleika á að senda þátttakendur í mót þetta vegna kostnaðarins, hvað þá að bjóða því upp á svipaðar aðstæður og sænsku leik- mönnunum er boðið upp á. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.