Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 27
Sigurgeir Guðmannsson, fram- Aukinn gctraunaáhugi: kvæmdastiórilslenzkragetrauna. Tvöfalt mciri sala gctrauiva- scÖla cn á sama tíma í fyrra Það verður ekki annað sagt en að getraunastarfsemin hafi farið mjög vel af stað í vetur, sagði Sigurgeir Guðmannsson, fram- kvæmdastjóri íslenzkra getrauna í viðtali við íþróttablaðið nýlega. Salan fyrstu vikurnar var rösk- lega tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra og við höfum góða von um að þetta verði gott getraunaár og þessi starfsemi færi íþróttafélög- unum verulegar tekjur. Fyrstu vikur starfsins nú, höfðu félögin t.d. fengið um tvær milljónir króna í sinn hlut. Sigurgeir var spurður um ástæðu þess að svo mikill getraunaáhugi væri núna: — Um það er auðvitað erfitt að segja, sagði Sigurgeir, — og vafalaust kemur fleira en eitt til. Nokkur ný félög hafa komið mjög sterkt út í sölunni, ódýrasti seðillinn hefur verið felldur niður og í stað hans settur á markaðinn seðill með fjórum röðum. Nú, og þegar vinningurinn er orðinn verulega hár eykur það einnig tvímælalaust áhug- ann. Má geta þess að nú að undanförnu hefur „potturinn“ verið rösklega mill- jón krónur, þannig að hinir getspökustu fá verulega fjármuni í sinn hlut. Sigurgeir sagði, að sem áður væri það Knattspyrnudeild KR sem skæri sig úr í sölunni, en nokkur önnur félög hefðu sýnt mikinn dugnað að undanförnu og nefndi hann þar Knattspyrnufélagið Þrótt og Knattspyrnudeild Fram. — Með staðina úti á landi er svipað og áður, sagði Sigurgeir. — Víða er salan mjög dauf, eins og t.d. í knattspyrnu- bænum Akranesi, svo og t.d. á Akur- eyri. í Keflavík er hins vegar alltaf mikill getraunaáhugi, og litlir staðir, eins og t.d. Kópasker, koma mjög vel út. Venjan hefur verið sú, að fremur dauft hefur verið yfir getraunastarfinu á haustin, en áhuginn síðan vaxið og náð hámarki fyrir jólin. — Það var fyrst i fyrra, sem breyting varð á þessu, sagði Sigurgeir. — Þá var jöfn og þétt sala allt tímabilið, — mánuðirnir eftir jól voru engu lakari en fyrri hluti tímabilsins. Þess má svo að lokum geta að heild- arsala getraunaseðla á síðasta starfsári íslenzkra getrauna (1/7 1977 — 30/6 1978) nam 59,3 milljónum króna og voru sölulaun til íþróttafélaganna þá 14,8 milljónir króna. Er þarna um að ræða metár hjá fyrirtækinu, sem hóf starfsemi sína 1969. Auk sölulauna fél- aganna fengu héraðssamböndin greidd- ar 1.780 þúsund krónur frá Getraun- um, Knattspyrnusamband íslands 665 Framhald á bls. 58 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.