Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 58

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 58
Olympiuleikamir Framhald af bls. 47 verkamenn beittu kjarnavopnum Ráðamenn í Montreal vilja sem minnst um þá áætlun tala, þar sem gert var ráð fyrir að allir íshokkívellir borgarinnar yrðu notaðir. sem bráðabirgðalíkhús. Það var gert ráð fyrir 100 þúsund dán- um eða slösuðum, ef sprengja yrði sprengd. í Los Angeles hefur enginn ráða- manna fengist til að geta sér til um hvað öryggisráðstafanir gætu komið til með að kosta. Talað hefur verið um sömu upphæð og í Montreal og einnig upp- hæð, sem aðeins nemur nokkrum mill- jónum dollara. Þegar rætt er um heild- arfjárhagsáætlun upp á 184 millj. doll- ara þýðir að 100 milljón dollara auka- reikningur er alger banabiti. Los Angeles getur ekki treyst á aðstoð hers eða varaliðs, því það stríðir gegn landslög- um að kalla her til nema neyðarástand skapist. Það er heldur ekkert til, sem hægt er að kalla algert öryggi, það eru alltaf holur sem ekki er hægt að fylla upp í. Hins vegar benda margir á það, að þótt leikarnir verði haldnir í Los Angeles, hafi þeir að sjálfsögðu þýðingu fyrir öll Bandaríkin og Bandaríkja- stjórn muni að sjálfsögðu gegnum al- ríkislögregluna og aðrar öryggisstofn- anir landsins. Engin ríkisstjórn getur lát- ið segja það um sig að hún hafi ekki gert allt, sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Brian Jenkins, sérfræðingur í rannsókn á hryðjuverk- um hjá Rand Corporation hefur látið hafa eftir sér að aukakostnaður ríkisins vegna leikjahaldsins vegna aukinnar starfsemi alríkislögreglunnar FBI, strandgæzlunnar, tollgæzlunnar og út- lendingaeftirlitsins geti numið allt að einum milljarði dollara, sem hvergi kæmi þó beint fram í reikningum, heldur væri kostnaðurinn falinn í ým- iskonar útgjaldaliðum. Hvers vegna skyldi þá Los Angeles sækjast svo eftir þessum leikum. Það er erfitt að finna eitt rétt svar, en auðvitað er gert ráð fyrir að leikjahaldið muni færa við- skiptaaðilum í borginni miklar tekjur, mikill ljómi fylgir þessum viðburði, en líklega er höfuðástæðan sú að borgin á í erfiðleikum, það er óeining ríkjandi meðal íbúanna og rígur milli borgar- hluta og ráðamenn vonast til að leikja- haldið geti orðið til þess að sameina íbúana í stolti gestgjafahlutverksins. Hugsanlegt er að Ólympíuleikarnir í núverandi mynd hafi gengið sér til húðar og að heimsleikarnir, sem haldnir eru á móti þeim taki við. Fremur er þó ólíklegt að svo verði á næstu áratugum, því Ólympíutöfrarnir eru enn ómótstæðilegir. Ekkert getur komið í stað tveggja vikna ævintýrisins, sem íþróttafólkið upplifir, jafnvel þótt heimsleikar væru haldnir á ári hverju. Möguleikinn er fyrir hendi að í Los Angeles tækist að halda leika, þar sem íþróttir verði í fyrirrúmi, en ekki óhóf og sýndarmennska og takast megi að halda kostnaði í skefjum. Þá munu þeir leikar væntanlega ekki verð akallaðir XXIII Ólympíuleikar nútímans, heldur fyrstu leikar nýrra tíma. Ef til vill, en ekki líklega. Tvöfalt meiri saila Framhald af bls. 27 þúsund, rekstraraðilarnir 718 þúsund krónur og varasjóður var hækkaður um 734 þúsund krónur, þannig að samtals gengu 18,7 milljónir króna til íþrótta- hreyfingarinnar. Getraunirnar hafa nú verið starf- ræktar í 9 ár hérlendis og hefur af- rakstur orðið sem hér segir: Sölulaun hafa numið 77,6 milljónum króna, hér- aðssamböndin hafa fengið 9,2 milljón- ir, KSÍ 4,1 milljón, ÍSÍ 8,9 milljónir, íþróttanefnd ríkisins 1,5 milljónir, UMFÍ 2,2 milljónir og varasjóður er 2,2 milljónir. Nemur þetta samtals 105,7 milljónum króna, og mun láta nærri að miðað við núverandi verðlag sé upp- hæðin um 400 milljónir króna. Partilla Cup Framhald af bls. 15 með nokkuð sterkt lið, í íslenska liðinu voru nokkrir landsþekktir handknatt- leiksmenn, svo sem Haukur Ottesen úr KR, Magnús Guðmundsson úr Víking, Björg Guðmundsdóttir úr Val og Ólaf- ur Lárusson úr KR, þó hann sé kannski þekktari fyrir að auglýsa ost í Sjón- varpinu. Leik þennan unnu Norðmenn 12—8. í heild held ég að ferðin hafi verið bæði gagnleg og ekki síður ánægjuleg fyrir alla sem tóku þátt í henni og ekki var hægt að heyra annað á unga fólkinu en að það væri þegar farið að skipu- leggja ferð á Partille Cup að ári. Áhugi Svía fyrir móti sem þessu er mjög mikill og sem dæmi má nefna að blöðin í Gautaborg skrifuðu öll um mótið og úrslit þess. Sérstaklega gerði eitt blað þessu móti góð skil og birti bæði myndir og greinar frá leikjunum, vöktu íslensku stúlkurnar mikla athygli, sér- staklega Stella Jóhannesdóttir úr Vík- ing og Svanlaug Skúladóttir úr ÍR og voru birtar af þeim myndir og umsagnir oftar en einu sinni í blöðunum. Skipulagið hjá Svíum var mjög gott og þeim til mikils sóma og eitt mættum við íslendingar af þeim læra og það er stundvísi, því þó að það væri spilað frá klukkan 8.00 á morgnana og til klukkan 18.30 á kvöldin þá urðu aldrei neinar tafir og tímasetning stóðst upp á mín- útu. Páll Ásmundsson og Úlfar Steindórsson. Skozka stórveldiÖ Celtic Framhald af bls. 53 Margir frægir knattspyrnumenn hafa leikið með Celtic fyrr og síðar, og nægir þar að nefna Kenny Dalglish sem nú er ein skærasta stjarna brezku knatt- spyrnunnar. Var það tvímælalaust mikið áfall fyrir Celtic að missa Dal- glish til Liverpool, en enska félagið gerði hinu skozka tilboð í Dalglish sem ekki var unnt að hafna. Má vel vera að liðinu hafi gengið svo illa sem raun bar vitni í fyrra vegna þess hve mikið skarð Dalglish skildi eftir sig, en eins og jafn- an kemur maður í manns stað og ólík- legt er annað en að forráðamenn fé- lagsins finni leikmenn sem geta komið í stað hins marksækna Dalglish. íþrótta- blaðið Áskriftasímar: 82300 — 82302 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.