Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 23
Þegar Barbara hafði áttað sig eftir lostið, fékk hún einkaflugvél til að fljúga með sig til Milano, og var hún komin að sjúkrabeði manns síns eftir nokkrar klukkustundir. Á flugvellinum hafði hún fengið góðar fréttir. Petterson var sagður töluvert slasaður, fótbrotinn á báðum fótum, en ekki í lífshættu. — Ég get næstum grátið af gleði yfir því að hann skyldi sleppa, sagði Barbara við blaðamennina sem biðu hennar við sjúkrahúsið, og síðan bætti hún því við að hún vonaði að Petterson hætti þátt- töku í kappakstri eftir þetta. Meðan læknar tóku á móti öku- mönnunum sem slasast höfðu og gerðu að sárum þeirra ríkti mikill órói í Monza. Bifreiðarnar sem lent höfðu í árekstrinum voru dregnir út af braut- inni og hún hreinsuð. Ökumennirnir héldu hins vegar með sér fund fyrir luktum dyrum, en brátt spurðist þó út að þeir ætluðu sér að neita að keppa. Fundurinn stóð í tvo tíma, og áhorf- endur voru orðnir óþolinmóðir. — Hugleysingjar, aumingjar, heyrðist kallað úr áhorfendastúkunni. Þegar ökumennirnir komu loks út í brennandi sólskinið af fundi sínum bauluðu áhorfendur á þá. Suður-Af- ríkubúinn Jody Scheckter settist undir stýrið á bifreið sinni og ók einn reynsluhring á brautinni. Þegar hann var kominn langleiðina rann bifreið hans til og kastaðist út í grindverkið sem er umhverfis brautina. Varð þetta til þess að ökumennirnir urðu enn ákveðnari en áður að hætta við keppn- ina. En forráðamenn keppninnar voru á öðru máli. Þeir ætluðu vitlausir að verða. Hrópuðu að ökumennirnir væru að svíkja áhorfendur, og lofuðu og lof- uðu að brautin yrði löguð fyrir næstu keppni. Að lokum létu kappaksturs- mennirnir undan og settust upp i bif- reiðar sínar. Þeir hófu síðan keppni meira af skyldurækni en áhuga og áhorfendur snéru að lokum ánægðir heim. Þeir töldu sig hafa fengið nóg fyrir peningana sína. Félagi Ronnie Petterson, Mario Andretti, sigraði í kappakstrinum, ásamt Gilles Villeneuve sem ók Ferr- ari-bifreið, en mínútu var síðan bætt við tíma þeirra, þar sem í ljós kom að þeir höfðu þjófstartað. Sigurvegari varð því Austurríkismaðurinn Niki Lauda, heimsmeistari frá í fyrra. Sá sigur virtist ekki færa honum neina gleði. Hugurinn var hjá þeim Brambille og Petterson. Sjálfur hafði Lauda lent í alvarlegu slysi rösklega ári áður, á Núrburg— brautinni í Vestur-Þýzkalandi. Og Mario Andretti. í keppninni í Monza tryggði hann sér heimsmeist- aratitilinn í ár, en hann tók varla undir þegar honum var óskað til hamingju. — Myndin að ofan: Ronnie Petterson ræðir við Colin Chapman, forstjóra Lotus-fyrirtækisins; Myndin að neð- an: Tveir kunnir kappakstursmenn: Nicki Lauda og Emerson Fittipaldi, sem báðir hafa komist í hann krapp- ann á kappakstursbrautinni, og ber Lauda þess óræk merki. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.