Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 20
sem var á þeim. Hannes varð því maður
mótsins og var mjög ánægjulegt að
hann skyldi sigra, þar sem fáir eða engir
íslenzkir golfmenn hafa lagt annað eins
á sig við æfingar í sumar. Gylfi kom
skemmtilega á óvart og er maður sem á
eftir að láta að sér kveða í framtíðinni,
hann er kornungur og á því nokkuð í
land með að ná þeim þroska sem þarf
til þess að vera á toppnum í hverju
mótinu af öðru.
Björgvin Þorsteinsson, sem unnið
hefur titilinn undanfarin ár, féll þarna
fyrst og fremst á því hvað hann „pútt-
aði“ illa. Virðast „púttin“ vera komin á
sálina á honum. Það eru svo margir
búnir að segja honum að hann „pútti“
illa, og hann er farinn að trúa því.
Svo ég víki að mótum sem íslend-
ingar tóku þátt í erlendis í sumar, þá var
Evrópumeistaramót unglinga auðvitað
hápunkturinn fyrir sjálfan mig. Þar
tókst mér að leika á 151 höggi, lék á 75
og 76, en par vallarins var 73. Ég má
vera ánægður með þennan árangur,
þótt eftir á finnist mér að ég hefði getað
gert enn betur. Ástæða þess að mér
gekk svona vel á mótinu var fyrst og
fremst sú, að ég var alveg óhræddur.
Völlurinn var mjög þröngur og lék ég
þarna 36 holur með Svía sem er mjög
góður golfmaður. Hann notaði aðeins
þrisvar „driver“, sem mér þótti nokkuð
merkilegt. Fannst honum völlurinn of
þröngur fyrir sig. Ég notaði hins vegar
alltaf „driver“ og fékk því betri upp-
hafshögg en hann og var alltaf á braut.
Stemmningin var mjög góð hjá ís-
lenzka liðinu í þessari keppni, og átti
það ekki lítinn þátt í því hvað okkur
gekk vel, en þarna tókst okkur að kom-
ast í A-riðil í keppninni, en það hefur
aldrei tekizt áður, þótt stundum hafi
munað litlu. Til þess að komast í A—
riðilinn þurftum við að skjóta Þjóð-
verjum og írum aftur fyrir okkur og
megum við vera stoltir yfir því, ekki sízt
vegna þess að írar hafa jafnan átt mjög
góða golfmenn og t.d. unnu þetta mót í
fyrra.
Eftir mót þetta var ég valinn í
Evrópulið unglinga sem var afskaplega
ánægjulegur viðburður fyrir mig, m.a.
af því að ég held að ég hafi þar með
orðið fyrsti íslendingurinn sem valinn
er í Evrópulið.
Islenzka landsliðið tók svo þátt í
Norðurlandamótinu og náði þar betri
árangri en nokkru sinni áður. Er
greinilegt að við stöndum nokkurn