Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 36
„f beztu liðunum í síðustu heimsmeistarakeppni voru yfirleitt yngri leikmenn
en áður”.
ungum leikmönnum, yngri en tíðkast
hefur og þarna var afsönnuð að nokkru
sú kenning að menn væru beztir svona
27—29 ára. Sovétmenn voru hins vegar
með eldri menn í sínu liði — leikmenn
sem höfðu gífurlega reynslu, en þeir
voru einfaldlega of gamlir og þoldu
ekki það álag sem keppninni var sam-
fara.
Fátt nýtt kom fram á HM
— Fannst þér koma margt nýtt fram í
heimsmeistarakeppninni?
— Það er auðvitað alltaf nokkur
þróun, en það kom ekkert fram sem
kalla má beinlínis nýtt. Grundvallar-
breytingar voru engar og ég held að þær
geti heldur ekki orðið neinar meðan
reglurnar eru óbreyttar. Kerfi og leik-
fléttur sem gefa eitthvað af sér eru
komin fram, svo og varnarafbrigði.
En í þessari keppni kom fram að
nýtingin hefur lagast. Það hefur aldrei
verið eins góð sóknarnýting og í þessari
keppni, og bendir það auðvitað til þess
að „standardinn'4 er alltaf að verða
betri og betri. Mörkin voru raunar ekki
fleiri, og þýðir þetta það, að sóknirnar
standa lengur en áður. Varnir liðanna
voru yfirleitt mjög góðar og það er
ekkert grín að komast í gegnum 6—0
vörn, þar sem miðjumennirnir eru risar
og markverðirnir svo þjálfaðir í að taka
öll lágskot.
— Þegar maður horfði á Vestur—
Þjóðverjana leika í HM fékk maður það
á tilfinninguna að um afturhvarf til
fortíðarinnar væri að ræða hjá Stenzel,
— hann lét leikmenn sína leika meira
frjálst en maður átti von á?
— Stenzel er í raun og veru mikill
kerfismaður en lét þó leikmenn sína
leika nokkuð frjálst, það er rétt. En t.d.
það sem skeði í úrslitaleiknum við
Sovétmenn, er hann setti nýliða inná
sem skyndilega skapaði sér svo tækifæri
og skoraði þýðingarmikil mörk, var í
raun og veru engin tilviljun. Þetta var
undirbúið og færin sem þessi maður
fékk sköpuðust eftir leik sem Stenzel
hefur meira að segja lýst í bók sinni:
„Hvernig Júgóslavar urðu Olympíu-
meistarar," — þar er þessu nákvæm-
lega lýst. Ég er meira að segja ákveðinn
í að taka þetta upp hjá íslenzka lands-
liðinu og nota þar forskriftina úr bók
Stenzels.
— Það sem mér fannst hvað athygl-
isverðast við Vestur-Þjóðverjana var
hversu agaðan handknattleik þeir léku.
Uppeldi þessara manna virðist einfald-
lega vera þannig að þeir hlíta aga, eru
vanir heraganum. Þetta er hins vegar
mjög alvarlegt vandamál hjá okkur. ís-
lendingar hafa oft náð frábærum leik-
köflum í leikjum sínum og staðið í
jafnvel beztu þjóðum í heimi, en það
hefur verið nokkurn veginn segin saga
að í sömu leikjum höfum við átt afleita
kafla. Þar kemur til agaleysi og ekkert
nema agaleysi. Ég öfunda Þjóðverjana
af þessu, og spurningin er hvernig við
getum innleitt þetta hjá okkur. Við
þekkjum ekki að búa við aga. Það getur
enginn ætlast til þess að fullorðnir
menn fari allt í einu að leika agaðan
handknattleik, ef þeir hafa aldrei á ferli
sínum kynnzt honum.
— Hvað fannst þér um leikkerfin
sem Janus Cerwinski var með?
— Þau voru góð, en ég er þó þeirrar
skoðunar að hann hafi bundið leikinn
hjá okkur í of mikinn klafa.
— í heimsmeistarakeppninni virtist
t.d. áberandi hvað Sovétmennirnir voru
ráðalausir þegar kerfin þeirra gengu
ekki upp. Er slíkur kerfishandknatt-
leikur sem þeir leika, ekki of mikið af
því góða?
— Leikur Sovétmanna var dæmi um
„maskínuhandbolta", og við vissum
um það áður en þessi keppni hófst.
Munum t.d. leikinn er við gerðum
jafntefli við þá hér heima 11—11, en þá
var íslenzka vörnin send í veiði-
mennsku langt út á völl, og þeir voru
svo ráðalausir vegna þess að kerfin
Hj ólbarðasólun, hjólbaröasala
og öll hj ólbarða-þj ónusta
Nú er rétti tíminn til
að senda okkur
hjólbaröa til
sólningar
Eigum fyrirliggjandi
flestar stœrðir
hjólbarða,
sólaða og
nýja
Mjög
gott
verð
Fljót og góð
þjónusta
POSTSENDUM U M LAND ALLT
GUMMI
VINNU
STOFAN
HF
Skiphott 35
105 REYKJAVÍK
sími 31055
36