Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 6
Valur og ÍA mel vcl þjálfub
og ögub liÖ sem voru í
sérflokki í íslandsmótinu
Viðburðaríku og annasömu
keppnistímabili knattspyrnu-
manna er nú lokið. Skórnir verða
lagðir á hilluna um sinn, og
knattspyrnumennirnir taka sér frí
sem sennilega er orðið langþráð.
Ef að líkum lætur verður það þó
ekki langt, þar sem flest félag-
anna, a.m.k. þau sem eiga lið 11.
deild fara að hugsa sér til hreyf-
ings þegar kemur fram yfir ára-
mótin. Samkeppnin er nú orðin
svo hörð og ströng að aldrei má
slaka hið minnsta á, ef ekki á illa
að fara.
Nýliðið keppnistímabil var staðfest-
ing á því að íslenzk knattspyrna er í
stöðugri sókn, ef miðað er við það sem
gerist erlendis. Að vísu kvarta þeir sem
fylgzt hafa með knattspyrnunni hér í
áratugi yfir því að íþróttin sé ekki eins
skemmtileg nú og var áður fyrr og víst
er að íslendingar hafa oft áður átt mjög
góð lið og skemmtilega knattspyrnu-
menn. En oft vill nú verða þannig að
„fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina
mikla,“ — árangur í leikjum við erlend
lið hefur í það minnsta sjaldan verið
betri en í sumar, og sá tími er tvímæla-
laust liðinn að íslendingar bera ugg í
brjósti þegar gengið er til slíkra leikja
og varpa öndinni léttar ef landinn
sleppur við útreið í leikjunum.
Enn skortir þó auðvitað mikið að ís-
lendingar standi jafnfætis öðrum þjóð-
um í þessari íþróttagrein, sem og öðr-
um. Knattspyrna er ein vinsælasta
íþróttagreinin víða um lönd og fjöl-
margar þjóðir leggja gífurlega áherzlu á
að eiga góð landslið og að þau sýni ár-
angur. Heimsmeistarakeppnin í
Argentínu í sumar var staðfesting á
slíku. Leikmenn þeir er þar áttust við
fengu ekki milljónir, heldur fremur tugi
milljóna í sinn hlut fyrir þátttökuna
þar. Langt er í land með atvinnu-
Steinar J.
Lúövíksson:
Eftirmæli
Islands-
mótsins .
mennsku í knattspyrnu hér, og kemur
þar margt til, og af þeim sökum einum
ríkir ekki jafnrétti þegar okkar menn
keppa við erlend lið. Aðstæður til þess
að iðka þessa íþróttagrein eru að auki
verri hérlendis en víðast hvar annars
staðar — sá tími mun styttri árlega sem
unnt er að æfa og keppa við sæmilegar
aðstæður.
Á undanförnum árum hefur það því
fyrst og fremst verið metnaður og
dugnaður leikmanna og aðstandenda
íþróttafélaganna sem fleygt hefur knatt-
spyrnunni hér fram á við. Knatt-
spyrnumenn margra liða æfa lítið
minna en gerist hjá sumum atvinnulið-
um, og oft vekur það furðu hversu
mikið leikmennirnir leggja á sig til þess
að ná árangri. Eftir fullan vinnudag er
haldið á völlinn til æfinga, og matar-
tíma og það sem kallað er eðlilegur frí-
tími er fórnað til þess að ná árangri.
Tony Knapp, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari sagði einu sinni, að íslenzku
knattspyrnumennirnir næðu jafngóð-
um árangri og raun ber vitni, vegna
þess að þeir hefðu svo stórt hjarta. Og
víst er að áhugamaðurinn leggur tíðast
ekki minna á sig þegar komið er út í
leikinn sjálfan en atvinnumaðurinn,
sem jafnvel á þó von á miklum bónus-
greiðslum, ef vel gengur.
Hápunktur nýlokins keppnistímabils
var ágætur árangur íslenzku liðanna
sem tóku þátt í Evrópubikarkeppninni.
Frammistaða íslenzkra liða í þessari
keppni, hefur oft orðið íslenzkri knatt-
spyrnu lítil auglýsing, en því var á ann-
an veg farið að þessu sinni. Vest-
mannaeyingar tryggðu sér þátttökurétt
í 2. umferð EIEFA-bikarkeppninnar og
bæði Valur og Akranes gerðu jafntefli
við heimsþekkt lið í heimaleikjum sín-
um. Þannig var t.d. fullkomið jafnræði
með liði Ákraness og FC Kölnar í
leiknum á Laugardalsvellinum, og fyrir
ókunnuga hefði erið erfitt að átta sig á
því hvort liða ia var skipað tómum
áhugamönnu og hvort atvinnumönn-
6