Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 15
móti hinum þýsku risum. í B-milliriðl-
inum þar sem KR í 2. flokki kvenna,
Haukar í 3. flokki kvenna og ÍR í 2.
flokki karla kepptu, komust bæði ÍR og
Haukar í úrslit, Hauka stúlkurnar sigr-
uðu, en ÍR-ingarnir töpuðu.
Lokaröð íslensku liðanna í þessu
móti var því á þessa leið:
Víkingur, 2. fl. kvenna
KR, 3. fl. karla
ÍR, 2. fl. kvenna
ÍR, 3. fl. kvenna
ÍBK, 3. fl. kvenna
Valur, 3. fl. kvenna
ÍR, 2. fl. karla
Haukar, 3. fl. kvenna
KR, 2. fl. kvenna
3.—4. sæti
3.—4. sæti
5.—8. sæti
7.—9. sæti
7.—9. sæti
9.—12. sæti
10. sæti
13. sæti
14. sæti
Árangur flestra liðanna frá íslandi
verður að teljast nokkuð viðunandi og
árangur Víkings og ÍR í 2. flokki
kvenna og KR í 3. flokki karla er mjög
góður. í þessum liðum er fólk sem ör-
ugglega á eftir að gera stóra hluti í
framtíðinni, ef svo heldur áfram sem
horfir.
Ef við lítum aðeins á úrslit mótsins í
heild, þá líta þau svona út:
Stúlkur
fæddar sigurvegarar
66—67 HOLTE, Danmörku
64—65 HJÖRTEN, Danmörku
62—63 GIC EB, Danmörku
59—61 PIOTRCOVIA, Pól- landi
Drengir
Fæddir sigurvegarar
66—67 KORTEDALA, Svíþjóð
64—65 FREDRIKSBERG, Danm.
62—63 SCHWELM, Þýska- landi
60—61 KORTEDALA, Svíþjóð
Þegar þessi úrslit liggja fyrir hjá
stúlkunum sést strax að Danir eru þar
langsterkastir, þeir sigra í 3 flokkum,
pólska liðið sem sigraði í sínum aldurs-
flokki var einnig mjög sterkt. Hjá
drengjunum voru Svíar sterkir, vinna 2
flokka, en einnig var þýska liðið nokk-
uð gott, en það var fyrir því liði sem
KR-ingarnir töpuðu í fjögurra liða úr-
slitum.
Meðan mótið var í fullum gangi lék
íslenskt úrvalslið í 2. fl. kvenna við
pólskt lið sem þarna var þátttakandi,
leiknum lauk með sigri þeirra pólsku
15—7. Það var greinilegt að Pólverjar
komu á þetta mót staðráðnir í að sigra
hvað sem það kostaði, því að þeir voru
með hvorki fleiri né færri en 5 að-
stoðarmenn með liðinu sem þarna
keppti, þaraf einn lækni, einn túlk og
þrjá þjálfara samanborið við íslensku
liðin því þar var yfirleitt einn maður
með hvert lið. Þetta pólska lið bjó með
íslendingunum á skóla og urðu íslend-
ingarnir sjaldan varir við þá á milli þess
sem keppt var og aldrei eftir klukkan 8
á kvöldin, slíkur var aginn.
Samfara þessu móti fer alltaf fram
keppni milli fararstjóra keppnisliðanna
og núna sendu einnig dómarar sitt lið til
keppninnar. Þegar íslendingarnir átt-
uðu sig á þvi sér til mikillar undrunar
að þeir voru ekki skráðir í þessa keppni,
voru Svíar krafðir skýringa og svöruðu
þeir því til að því miður gætu ekki öll
liðin verið með og voru Hollendingar
og Svisslendingar nefndir í því sam-
bandi. íslendingarnir bentu þá á að
handboltinn á íslandi væri nú heldur
hærra skrifaður en í áðurnefndum
löndum og sættust menn þá loksins á
það að íslendingarnir spiluðu við þá
sem ynnu þetta mót. Það kom því í hlut
íslendinga að spila við Norðmenn sem*
sigurvegara í keppninni en þeir voru
Framhald á bls. 58
15