Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 9
HITACHI Litsjónvarpstæki Er eitt mest selda sjónvarpstækið á íslandi sökum gæða og verðs. 20 tommu tækin CTP-215 kosta nú kr. 425.000. Staðgreiðsluafsláttur lækkar tækið í kr. 410.000. Einnig má borga 200.000 við afhendingu, og síðan 35.000 á mánuði. Tækið sem allirgeta eignast Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 80. Símar10259 —12622 miklu mannvali að ráða og Valsliðið. Undir lokin komu þó fram á sjónar- sviðið leikmenn sem sýndu að þeir eiga mikla framtíð fyrir sér og eru líklegir til þess að fylla skörð sem væntanlegur útflutningur leikmanna frá Akranesi kann að skapa. Eins og þau undanfarin ár sem bezt hefur gengið hjá Akurnes- ingum var Englendingurinn George Kirby þjálfari liðsins. Efast enginn um hæfileika hans, og virðist Kirby hafa einstakt lag á því að „skapa“ knatt- spyrnumenn. Hann er ótrúlega næmur á hæfileika hvers og eins, getur kennt viðkomandi að nýta þá hæfileika, og tekst svo stórkostlega vel að stilla sam- an strengi, sem í raun og veru eru af- skaplega ólíkir. Sá leikmaður Skagaliðsins sem tví- mælalaust vakti mesta athygli á þessu keppnistímabili var Karl Þórðarson. Hæfileikar hans eru ótvíræðir og „takt- ar“ hans minna á það sem maður hefur séð hjá stórstjörnum knattspyrnu- íþróttarinnar. Pétur Pétursson átti einnig mjög gott keppnistímabil, og setti nýtt markamet í E deildinni, met, sem ekki er ólíklegt að standi fyrst um sinn. Þá vó frammistaða Árna Sveins- sofnar einnig mikið fyrir Akranesliðið, en Árni er stöðugt að bæta við sig sem knattspyrnumaður og hefur sennilega fundið sína réttu stöðu sem bakvörður, með aðstoð Kirbys. Má mikið vera ef ekki líður að því að citthvert atvinnulið, gefur þessum trausta leikmanni auga. Ungu Ijónin bitu frá sér „Keflvíkingar komu á óvart í fyrra, en þá var þeim spáð falli af mörgum. Nú tel ég þá vera stórt spurningamerki. Annað hvort verða þeir í baráttunni, eða þá alls ekki og sennilega er ótrúlega stutt á milli hjá þeim.“ Þannig fórust Inga Birni Albertssyni orð í grein í íþróttablaðinu í vor, og reyndust þetta orð að sönnu. Keflvíkingar voru lengi vel í hinu mesta basli í 1. deildinni og jafnvel í fallhættu um tíma. Undir lok keppnistímabilsins bitu „ungu ljónin“ hins vegar rækilega frá sér, og hrepptu að lokum þriðja sætið í mótinu. Árang- ur sem liðið getur vel við unað, ekki sízt vegna þess að það er að stofni til skipað mjög ungum leikmönnum. Ef Kefla- víkurliðið tvístrast ekki verður það vafalaust í baráttunni um íslands- meistaratitilinn, jafnvel á næsta ári. Tveir ungir leikmenn liðsins, Einar Á. Ólafsson og Sigurður Björgvinsson, hafa raunar tekið sig upp og eru farnir að leika með dönsku knattspyrnuliði. Einhvern veginn er það þannig að flestir sætta sig vel við það þegar ís- lendingar gerast atvinnumenn hjá lið- um t.d. í Hollandi og Belgíu, en erfiðara er að kyngja því þegar þeir fara til liða’ á Norðurlöndunum, og það jafnvel liða sem leika þar í 2. og 3. deild. Við því er þó ekkert að segja — slíkt kann að opna leikmönnunum frekari atvinnumögu- leika, eins og t.d. gerðist með Jóhannes Eðvaldsson. Þorsteinn Bjarnason, markvörður var sá leikmaður Keflavíkurliðsins sem skaraði öðrum fremur fram úr í liðinu, og fleytti oft liðinu yfri erfiða hjalla í sumar með frammistöðu sinni. Annars var það þannig að þegar Keflavíkur- liðið náði upp góðri baráttu, var það illviðráðanlegt, jafnvel þótt knatt- spyrnan sem það lék væri ekki alltaf áferðarfalleg. Víkingar og ÍBV á sama báti Víkingar og Vestmannaeyingar reru á sama báti í sumar. Bæði liðin gerðu 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.