Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 30
taka að mérað vera landsliðsþjálfari“
Fæ
tæpast
að
veraí
f riÖi í
fjögur
ár
Gengi þjálfararvs
því Kvernig land;
Nýlega tók ungur maður, Jó-
hann Ingi Gunnarsson við þjálfun
íslenzka handknattleikslands-
liðsins. Er Jóhann Gunnar
sennilega yngsti landsliðsþjálfari
í handknattleik í heimi, þar sem
hann er aðeins 24 ára að aldri.
Samt sem áður hefur hann mikla
reynslu að baki sem þjálfari, þar
sem hann var aðeins 16 ára þegar
hann fór að fást við þjálfunar-
störf, og verður því ekki á móti
mælt, að hann hefur náð umtals-
verðum árangri með lið þau sem
hann hefur þjálfað. Þannig hafði
hann t.d. á höndum þjálfun ís-
lenzka unglingalandsliðsins í
fyrra, og hafnaði þá liðið í 2. sæti
á Norðurlandameistaramótinu,
og hefur það aðeins einu sinni
áður náð svo góðum árangri.
Sjaldan eða aldrei hafa eins miklar
vonir verið bundnar við frammistöðu
íslenzks landsliðs og þegar lið okkar fór
til þátttöku í A-heimsmeistarakeppn-
inni sem fram fór í Danmörku sl. vetur,
enda hafði miklu verið fórnað og m.a. i
fenginn erlendur þjálfari til þess að
annast liðið. Öllum mun í fersku minni
hvernig fór með þá þjálfun svo og þá
fjóru dimmu daga sem íslenzkur hand-
knattleikur átti í heimsmeistarakeppn-
inni. Eftir keppni þessa má segja að
handknattleikur hér standi nokkuð á
tímamótum, og verður því fróðlegt að
sjá hvernig hinum unga og efnilega
þjálfara tekst til í framtíðinni. Fékk
íþróttablaðið Jóhann Inga til viðtals
um áform sín sem landsliðsþjálfara, og
var hann fyrst spurður um þjálfaraferil
sinn.
— Ég fór að þjálfa handknattleik
30