Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 44
Ekki vföburöur íþróttafólk kveður leikanna í Montreal og horfir fram til leikanna í Moskvu. Hversu oft munu slík tímamót endurtaka sig? heldur fyrirbæri ci\ mjög kostnaöarsamt Flestir munu sammála um að Ólympíuleikarnir séu stórkost- legasta sýning, sem völ er á í heiminum í dag, heimi, þar sem stórsýningar virðast tímanna tákn. f dag vofir yfir að dagar leikanna í þeirri mynd, sem þeir eru í dag séu senn taldir, að kostnaðurinn sé að verða óvið- ráðanlegur, segir í grein, sem bandaríski blaðamaðurinn Bruce Henstell skrifaði fyrir nokkru undir fyrirsögninni „Ólympíu- leikarnir heitnu“. Það er eitthvað ólýsanlega stórkostlegt við ÓI- vmpíuleikana, þar sem afreks- menn þjóða heims mætast í hörku baráttu. Mörg sterkustu lýsing- arorð, sem völ er á hafa verið notuð til að lýsa leikunum. Allt að þrjár milljónir áhorfenda hafa komið til að sjá 15 þúsund íþróttamenn, aðstoðarmenn og dómara, sem mynda ólympíu- kjarnann og hundruðir milljóna hafa fylgst með sjónvarpssend- ingum. Ólympíuleikarnir eru ekki viðburður heldur fyrirbæri. Yfir þessu fyrirbæri hvílir nú skuggi og íþróttaáhugamenn um allan heim viðurkenna að svo kunni að fara að við séum að sjá síðustu stórleikana, þeir séu orðnir of stórir og of kostnaðarsamir. Upphæðirnar, sem það kostar að halda leikana eru jafn ævintýralegar og þeir sjálfir, leikarnir í Montreal kostuðu 260 milljarða ísl. kr. og sjálfur íranskeisari, sem talinn er all vel stæður fjárhagslega lýsti því yfir að hann hefði ekki efni á að halda þá þrátt fyrir allan olíuauðinn og flestar þjóðir heims virðast á sama máli, því að aðeins barst eitt tilboð í sumar- leikana 1984, frá Los Angelesborg og enn er ekki útséð um það hvort skatt- borgarar í Kaliforníufylki veita yfir- völdum heimild til að verja almannafé til leikahaldsins. Nýleg skattauppreisn þar, sem fræg er orðin kann að verða óyfirstíganleg hindrun. Ráðamenn í Los Angeles standa nú í miklum samn- ingaviðræðum til að tryggja fjármagn og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni verða fyrstir til að snúa þróun leikanna við, að gera þá að hóflegum viðburði. Montrealborg er í dag methafinn hvað Olympíubrjálæði viðvíkur. Montrealbúar höfðu gengið með leika- hald í maganum í hálfa öld áður en þeir héldu leikana 1976, því að 1924 buðu þeir í 1928 leikana. Ýmsir segja að það hafi verið lán að borgin fék ekki leikana þá. En neistinn logaði undirniðri þar til á sjötta áratugnum, er Jean Drapeau var kjörinn borgarstjóri. Hann er stór- huga maður og hafði aðeins eitt að markmiði, að gera Montreal heims- fræga í eitt skipti fyrir öll. Hann gekkst 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.