Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 47
rammann, sem er utan um leikana
sjálfa, en síðan kemur alþjóða ráð
hverrar greinar, sem stjórnar keppni í
þeim og segja fyrir um hvar og hvernig
þær fara fram og þessi ráð vildu aðeins
hið besta, hið besta, sem hægt væri að
fá fyrir peninga.
Drapeau hafði áætlað 1970 að
kostnaðurinn við leikana yrði 300 mill-
jónir dollara. Um 250 milljónum átti að
verja til byggingaframkvæmda og 50
milljónum í stjórn og aðra þætti. í
Hrunadansinum, sem hafinn var, óx
kostnaðurinn í samræmi við hraðann í
hrynjandanum. Þegar allt var yfirstaðið
og ekki er enn búið að loka bókhaldinu
fór kostnaðurinn við byggingar yfir 1
milljarð dollara og kostnaðurinn við
stjórnun í 140 milljónir dollara. Afleið-
ingin varð sú að í Montreal eru hæstu
fasteignaskattar í N-Ameríku og skuld-
in verður ekki greidd á þessari öld. Ekki
er enn búið að fullganga frá Ólympíu-
leikvanginum og Ólympíuþorpið, fall-
egt, en illa hannað stendur autt.
Montreal er aðeins síðasta dæmið
um Ólympíusóttina og það, sem mesta
athygli vakti. Það kostaði V-Þjóðverja
650 milljónir dollara að halda leikana í
Múnchen 1972 og Japanir eyddu ná-
lægt einum milljarði dollara 1968 og frá
1896 hefur aðeins einu sinni orðið
hagnaður af leikjahaldinu.
í Los Angeles segja menn „Við erum
ekki Montreal“. Það er rétt því að rekja
má mikið af óhófinu í Montreal til
skapgerðar frönsku Kanadamannanna.
í áætlun Los Angeles er aðeins gert ráð
fyrir 33.5 milljónum dollara til bygg-
ingaframkvæmdaogl50milljónumdoll-
ara til stjórnunar, eða alls 183.5 millj.
dollara en gert ráð fyrir tekjum upp á
184 milljónir dollara, eða 500 þús.
dollara hagnaði, sem einkum á að ná
gegnum miðasölu og sjónvarpsréttindi.
Hugsanlega kunna Los Angelesmenn
eitthvað fyrir sér, sem aðrar þjóðir gera
ekki því að leikarnir, sem haldnir voru
þar 1932 voru þeir einu, sem skilað hafa
hagnaði. Hins vegar verður að hafa í
huga að sú áætlun, sem þeir lögðu fram
var gerð á sl. ári og þar voru einstakir
útgjaldaliðir ekki einu sinni sundurlið-
aðir. Á tímum okkar verðbólgu eru
áætlanir á pappír ekki meira virði en
falsaðir peningar. í New Orleans
hljóðaði áætlun um byggingu mikillar
íþróttahallar upp á 68 milljónir dollara.
Lokatölur urðu 163 milljónir dollara.
Endurbætur á Yankeeíþróttaleikvang-
inum í New York áttu að kosta 23
milljónir dollara, en New Yorkbúar
sluppu með skrekkinn eða 45 milljónir
dollara.
Kunnur hagfræðingur sagði nýlega
að eina leiðin til að komast hjá því að
verja fjármunum til bygginga væri að
byggja ekki. Þetta er það sem ráðmenn í
Los Angeles ætla að reyna að gera. Það
er aðeins gert ráð fyrir að byggja
bráðabirgða róðrartjörn og koma fyrir
hringvelli fyrir hjólreiðakeppni í húsi,
sem þegar er fyrir. Eina byggingin, sem
gert er ráð fyrir er sundhöll. Þannig er
hugsanlegt að hægt væri að komast hjá
útgjöldum, en gallinn er sá að borgin er
ekki í ekilssætinu, aðeins farþegi og
ráðamenn eiga von bráðar eftir að
komast að því að alþjóðaíþróttir eru
ekki fyrir aukvisa. Gott dæmi um þetta
er fyrirhuguð sundhöll. Alþjóðasund-
sambandið krefst þess að byggð verði
yfirbyggð höll, sem taki 15000 manns í
sæti. Hvers vegna? Vegna þess að það
er greininni til framdráttar segja þeir.
Þetta er rétt að vissu leyti, betri aðstaða
er þægilegri og gerir einnig meiri kröfur
til keppenda. Þetta er þó ekki öll sagan.
Stærri og betri mannvirki vekja alþjóða
athygli og draga fleiri áhorfendur að
sér. Fleiri áhorfendur þýða fleira fólk,
sem sambandsstjórnin þarf að hafa af-
skipti af. Um er að ræða hina sígildu
byggingu keisaradæmisins. Skrifstofu-
blókirnar, sem stjórna íþróttasam-
blækurnar, sem stjórna íþróttasam-
mannvirkjum, sem eru þau beztu, sem
fást fyrir peninga, annarra manna pen-
inga.
í beinum tengslum við þetta er
metaofstækið, sem er aukaverkun Ól-
ympíuhitasóttarinnar. Betri íþrótta-
mannvirki, þýða meiri hraða, meiri
hraði þýðir ný met. í dag er það meta-
sláttur, sem dregur fólkið að, áhorf-
endur eru einnig með hitasótt og það
skiptir ekki máli í hvaða grein er von á
meti. Metasláttur dregur að sér athygli
fjölmiðla, athygli fjölmiðla þýðir fleiri
áhorfendur og keisaradæmið vex án
afláts. Inn í þetta fléttast valdabaráttan
milli IOC og hinna ýmsu sérsambanda
einstakra greina.
En í dag er það meira en völd, sem
eru í húfi. Sjónvarpspeningar eru hið
nýja Ólympíugull. Hér áður fyrr voru
það skrifstofumenn hins opinbera í
Evrópu, sem ákváðu hve mikið skyldi
greitt fyrir útsendingarrétt frá heims-
meistarakeppnum. Það voru ekki háar
fjárhæðir. Á íþróttaleikvöngum í Ev-
rópu eru það auglýsingaskiltin á völl-
unum, sem gefa tekjur, ekki sjónvarps-
auglýsingar. Bandarísku sjónvarps-
stöðvarnar breyttu þessu öllu, einkum
ABC. Stöðin keypti sjónvarpsréttinn
frá Múnchenarleikunum fyrir 12 mill-
jónir dollara, Montrealréttinn fyrir 32
milljónir dollara og sýndi fram á að
nægur markaður var fyrir sjónvarps-
sendingar og einnig að hægt var að fá
áhorfendur til að horfa á aðra þætti
dagskrárinnar í leiðinni. NBC stöðin
hefur nú keypt réttinn til Moskvuleik-
anna fyrir 100 milljónir dollara. Ráða-
menn í Los Angeles gera ráð fyrir 66
milljón dollara nettótekjum frá sjón-
varpi. Ýmsir efast um að stöðvarnar
bjóði svo hátt, en Roone Arledge yfir-
maður íþrótta og frétta ABC er því
ósammála segir að Ólympíuleikarnir
séu mesti íþróttaviðburður á jörðu og
virði hvers dollars, sem greiddur sé fyrir
sjónvarpsréttinn.
Þessum viðburði fylgir böggull
skammrifi. Þjóðir heims hafa frá end-
urreisn leikanna 1896 notað þá til að
vekja athygli á einhverju ákveðnu.
V-Þjóðverjar vildu fá leikana og fengu
þá til að sýna að þeir væru ekki lengur
nazistar. Tókíó fékk þá til að Japanir
gætu opinberlega haldið innreið sína á
ný á heimsmarkaðina. Bretar 1948 til að
sýna að þeir hefðu rétt við eftir heims-
styrjöldina, Hitler 1936 til að sýna veldi
Þýzkalands og svona mætti lengi halda
áfram. Með það í huga að leikarnir eru
tákn veldis og reisnar hverju sinni, sem
miðast að því að draga athygli heimsins
að ákveðnum atriðum gegnum fjöl-
miðlaveldið er ef til vill ekki að undra
þótt hryðjuverkamenn og aðrir öfga-
hópar hafi áhuga á að notfæra sér
tækifærið. Minnumst harmleiksins í
Múnchen. Öryggismál eru því gífurlega
kostnaðarsamur þáttur í leikjahaldinu.
í Montreal var 100 milljónum dollara
eytt í öryggismál og 14000 manns skip-
uðu lögreglu- og öryggissveitirnar.
Þessir menn komu úr löggæzluliðum
hina ýmsu borga og sveitarfélaga og
kanadíska hernum. Nákvæm rannsókn
með aðstoð tölvu var gerð á öllum þeim
80 þúsund manns, sem á einhvern hátt
tengdust leikunum. Hér var um að
ræða mestu hernaðaraðgerð í Kanada
frá lokum heimsstyrjaldarinnar.
Allt var tekið með í reikninginn,
jafnvel möguleikinn á því að hryðju-
Framhald á bls. 58
47