Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 52
I hálHeik o Mcivotti áfram mcö Argcivtmu? Þjálfari argentínska landsliðsins, César Menotti var sannkölluð þjóð- hetja í landi sínu, eftir heims- meistarakeppnina, og forráðamenn argentínska knattspyrnusambands- ins lýstu því strax yfir að það hefði áhuga á að endurráða hann. Menotti hafði sjálfur minni áhuga, enda stutt milli frægðar og fyrirlitningar í landi hans, og ólíklegt að honum takist að endurtaka afrek sitt í næstu heims- meistarakeppni. Spánverjar sýndu mikinn áhuga á því að fá César til starfa og fela honum stjórn landsliðs síns, en hann var of seinn að gefa svar, þannig að Ladislao Kubala hreppti landsliðsþjálfarastöðuna á Spáni. Eftir þau málalok þykir lík- legt að Menotti verði áfram með argentínska landsliðið, svo fremi sem hann fái ekki þeim mun betri tilboð erlendis frá. Fímm fcngu mcira cn milljón í skýrslu Framkvæmdastjórnar ÍSÍ, er lögð var fyrir íþróttaþing ný- lega kemur fram, að útbreiðslu- styrkur til sérsambandanna nam 15 milljónum króna fyrir síðasta styrk- tímabil. Fimm sérsambandanna fengu meira en eina milljón króna í útbreiðslustyrk. 8,8 milljónir úr afrcksmannasjóbi Frá því að afreksmannasjóður ÍSÍ tók til starfa hefur verið úthlutað tæplega 8,9 milljónum króna úr sjóðnum. Hafa framlög sjóðsins til sérsambanda vegna ákveðinna verkefna þeirra verið sem hér segir: Handknattleikssamband íslands hefur fengið 4 milljónir króna úr sjóðnum, Frjálsíþróttasamband ís- lands 2,5 milljónir króna, Júdósam- band íslands 705 þús. kr., Lyftinga- samband íslands 675 þúsund krónur og Skíðasamband íslands 500 þús- und krónur. í reglugerð sjóðsins er kveðið á um að heimilt sé að veita fjárstyrk úr sjóðnum til undirbún- ings og þátttöku í heimsmeistara- mótum, Evrópumótum og öðrum mótum sem sjóðsstjórnin telur ástæðu til að styrkja. Sögulcg viöurcign Viðureign Saprissa og Diriangen í bikarkeppni Costa Rica var hin sögulegasta. Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Saprissa sem sigr- aði 6—0. Átti enginn von á því að Diriangen ætti möguleika á að vinna upp þann mun. En litlu munaði. í seinni leiknum vann Diriangen 5—0 sigur, og átti að auki tvö stangarskot á síðustu mínútu leiksins. Hcimsmct í lcikmamvakaupum Spánska félagið Valencia hefur örugglega sett nýtt heimsmet í kaupum á knattspyrnumönnum nú að undanförnu. Frá sumrinu 1976 hefur félagið keypt leikmenn fyrir upphæð sem svarar til 2,5 milljóna brezkra sterlingspunda. Dýrustu leikmenn sem félagið keypti á þessu tímabili voru Vestur-Þjóðverjinn Rainer Bonhof sem félagið keypti frá Borussia Mönchengladbach fyrir 550 þúsund pund og „Lobo“ Diarte sem keyptur var frá Real Zaragoza fyrir 500 þúsund pund. Með svo margar stjörnur innanborðs getur Valencia sett sig á háan hest og gerir, svo sem sjá má af því að félagið krafðist 160 þúsund punda fyrir að leika þrjá vináttuleiki í Argentínu fyrir skömmu. Skcmmtilcg lcíkskrá Á leik Akurnesinga við vestur— þýzka meistaraliðið FC Köln í Evrópubikarkeppni meistaraliða í knattspyrnu var dreift leikskrá, eins og oftast á slíkum stórleikjum. Leik- skráin er fyrst og fremst gefin út í fjáröflunarskyni, en ástæða er til þess að hrósa Skagamönnum fyrir hversu vel þeir hafa vandað til verksins, eins og raunar áður. í leik- skrá þeirra var að finna meira en auglýsingar og upplýsingar um leik- menn — þar voru einnig skemmtileg viðtöl við núverandi og fyrrverandi leikmenn með Skagaliðinu, og við einn dyggan stuðningsmann liðsins, Pálma Ólafsson, sem flestir vallar- gestir kannast við, a.m.k. í sjón, en Pálmi sem er nú tæplega áttræður hefur verið fastagestur á vellinum í 65 ár. Dómstóliiviv fékk citt mál íþróttadómstóll ÍSÍ sem kosinn var á íþróttaþingi 1976 fékk aðeins eitt mál til meðferðar á milli íþróttaþinga. Var það mál sem ÍR höfðaði vegna leiks milli ÍR og KR sem fram átti að fara 16. október 1978 í Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik. Máli þessu vísaði dóm- stóllinn síðan frá vegna formgalla. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.