Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 25
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin, en talið er að rösktega 14.600 karlar og konur stundi hana.
66 þúsund virkir í
íþróttastarfinu kér
— krvattspyrnarv virvsælasta íþróttagrcirvirv
Samkvæmt skýrslu fram-
kvæmdastjórnar íþróttasam-
bands íslands sem lögð var fram á
íþróttaþingi er haldið var 4. og 5.
september s.l. voru virkir þátt-
takendur í íþróttum og íþrótta-
starfi rösklega 66 þúsund talsins
árið 1977, og svarar það til þess
að rösklega fjórði hver íslend-
ingur taki þátt í íþróttastarfinu
að meira eða minna leyti. Hafði
þátttakendum fjölgað um tæp
fimm þúsund frá árinu áður, en
þá voru þeir taldir 61.075.
Þátttakendataflan er byggð á skýrsl-
um sem íþróttasambandinu berast frá
hinum ýmsu héraðssamböndum um
íþróttaþátttakendur innan þeirra vé-
banda, og má því ætla að talan sé mjög
nærri lagi.
Samkvæmt því sem fram kemur í
skýrslunni er knattspyrna vinsælasta
íþróttagreinin, en þátttakendur í henni
eru taldir vera 14.629. Skiptingin er
lalin þannig að í sýslum stunda 488
konur og 3597 karlar knattspyrnu og í
kaupstöðunum 406 konur og 9996
karlar. Næst vinsælasta íþróttagreinin
var handknattleikur, en iðkendur
þeirrar íþróttar voru taldir 9363 og síð-
an komu frjálsar íþróttir, með 7100
iðkendur og skíðaíþróttir með 6.702
iðkendur. Er mjög athyglisvert hversu
skíðaíþróttin er í mikilli sókn, en iðk-
endum hennar hefur fjölgað mjög
mikið ár frá ári.
Annars var skiptingin milli íþrótta-
greina sem hér segir. Tala frá árinu
áður í sviga:
25