Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 53
Skozka stórveldiö Það brezkt knattspyrnulið sem flestir íslendingar fylgjast með er skozka liðið Glasgow Celtic. Engin furða er þótt íslendingar hafi mikinn áhuga á hvernig gengur hjá þessu félagi, þar sem einn af leikmönnum þess er fyrirliði íslenzka landsliðsins, Jóhannes Eðvaldsson. Hefur Jó- hannes verið einn af máttar- stólpum Celtic-liðsins frá því að hann var keyptur til þess, og þótti t.d. einn bezti leikmaður liðsins á síðasta keppnistímabili. „Big Shuggie“ eins og aðdáendur Celtic-liðsins kalla Jóhannes hefur öðlazt gífurlegar vinsældir í Skotlandi, og hefur frammistaða hans verið góð kynning fyrir ís- lenzka knattspyrnu og henni til álitsauka. í langan aldur hafa tvö félög skorið sig algjörlega úr í skozku knattspyrn- unni. Eru það Glasgow-félögin Celtic og Rangers og keppni í deild og bikar hefur nánast verið einvígi þeirra á milli. Síðasta keppnistímabil var því undan- tekning, en þá vegnaði Celtic verr en oftast áður og var meira að segja um tíma í fallhættu í úrvalsdeildarkeppn- inni. En nú virðist Celtic-liðið koma Núverandi framkvæmdastjóri Celtic, Billy McNeill Celtic Einn frægasti leikmaður sem leikið hefur með Celtic er tvímælalaust Kenny Dalglish, sem er af mörgum talinn einn bezti leikmaður brezku knattspyrnunnar um þessar mundir. tvíeflt til leiks, og lofar byrjun keppnis- tímabilsins góðu hjá liðinu. Celtic-liði á að baki mjög litríka sögu. Það var stofnað árið 1888, og strax á fyrstu árum sínum komst það í fremstu röð, þar sem það hreppti skozka meistaratitilinn þegar árið 1893. Meðal þeirra sem léku í fyrsta liðinu sem Celtic tefldi fram var Willie Maley, sem síðar tók við framkvæmdastjórn hjá fe- laginu og var hann í þjónustu þess í rösklega fimmtíu ár, sem útaf fyrir sig er einstætt. Við starfi Maleys sem framkvæmdastjóri Celtic tók svo Jimmy McStay, sem einnig gegndi því starfi í langan tíma, og var það ekki fyrr en árið 1945 sem Celtic fékk sinn þriðja framkvæmdastjóra. Sá var Jimmy McGrory, sem á sínum tíma hafði verið einn bezti leikmaður Celtic-liðsins og einn frægasti markakóngur Bretlands- eyja. Hann gegndi framkvæmdastjóra- starfinu fram til ársins 1965, að Jock Stein tók við starfinu, en undir hans stjórn náði Celtic-liðið betri árangri en nokkru sinni fyrr. Hámark frægðarfer- ils Steins var er Celtic-liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu 1967, og varð Celtic þar með fyrst allra brezkra félaga til þess að vinna þann titil. Þótti Celtic-liðið leika framúrskarandi knattspyrnu undir stjórn Steins, sem einnig var frægur fyrir hversu næmur hann var að velja í liðið leikmenn sem áttu vel saman, og hversu fljótur hann var að sjá hvaða eiginleikum hver og einn knattspyrnumaður var gæddur. Það var Stein sem fékk Jóhannes Eðvaldsson til Celtic og hefur hann sennilega sjaldan gert betri kaup, þar sem Jóhannes hefur reynzt félaginu drjúgur liðsmaður allt frá því að hann hóf að leika með því. Undir stjórn Jock Stein varð svo Celtic átta sinnum skozkur bikarmeistari og sex sinnum skozkur meistari. Núverandi framkvæmdastjóri Celtic er Billy McNeill. Hefur hann átt í nokkrum erfiðleikum, en svo er að sjá að þeir séu nú yfirstignir og að Celtic muni í vetur standa vel fyrir sínu. Það er ýmislegt fleira en frábær ár- angur sem Celtic-liðið er þekkt fyrir. Þannig má nefna að allt frá árinu 1893 hefur liðið haft yfir flóðlýstum knatt- spyrnuvelli aðæða, og Celtic er einnig eina brezka knattspyrnufélagið þar sem númer leikmanna eru ekki á peysum þeirra, heldur aðeins á buxunum. Framhald á bls. 58 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.