Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 10
'3 Kaupum hesta til útflutnings allan ársins hring. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar vel þegar bezt lét, en áttu þó oftar miðlungsleiki og bæði liðin urðu fyrir skakkaföllum á keppnistímabilinu. Einn traustasti leikmaður Eyjaliðsins um árabil, Ólafur Sigurvinsson tók sig upp og fluttist til Ásgeirs bróður síns í Belgiu, og sá leikmaður sem mestar vonir voru bundnar við að glæddi framlínu Víkingsliðsins lífi, Arnór Guðjohnsen, lék lítið með liði sínu í sumar vegna deilumála um atvinnu- samning hans í Belgíu. Að auki urðu Víkingar fyrir því áfalli að þjálfari þeirra laumaðist skyndilega burtu, og þeir stóðu uppi þjálfaralausir þegar illa gengdi. Var það lán þeirra í óláni að dr. Yuri landsliðsþjálfari tók við stjórnvel- inum, og farnaðist honum starfið það vel, að líklegt er talið að Víkingar geri það sem þeir geta til þess að fá hann til starfa hjá sér næsta keppnistímabil. í liðum Víkings og Vestmannaeyja voru fáir leikmenn sem sköruðu afger- andi fram úr á keppnistímabilinu. Elelzt var það þó Örn Óskarsson í Vestmannaeyjaliðinu sem setti punkt- inn yfir i-ið á góðu keppnistímabili sínu með því að skora mark það er fleytti Eyjamönnum áfram í EIEFA-bikar- keppninni. Fannst mörgum sem Örn ætti erindi í íslenzka landsliðið í haust, en hann „fann ekki náð fyrir augum landsliðsnefndarinnar,“ eins og það er orðað. Barizt á botninum Baráttan á botninum var ekki síður tvísýn í ár en á toppnum, en þar blönduðu fleiri lið sér í baráttuna. Breiðablik skar sig reyndar snemma úr, en Blikarnir virtust allt frá upphafi vera gjörsamlega heillum horfnir, og voru ólíkir sjálfum sér frá fyrri árum. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvernig fór hjá þeim í sumar, en fráleitt er nein ein algild. Breiðablik hefur yfir miklu úrvali ungra manna að ráða, og er líklegasta skýringin á því hvernig fór sú, að þjálfara liðsins, hinum tékkneska Jan Farera, mistókst gjörsamlega að spila úr þeim spilum sem hann hafði á hendi. Liðinu var breytt í sífellu, og liðsheild eða liðskjarni myndaðist aldrei. Tæpast mun Breiðablik hafa langa viðdvöl í 2. deild., og gæti hugs- anlega farið svo, fái liðið góðan þjálfara og áhugi og barátta vinnist upp, að það hafi gott af þessum skelli. Baráttan við að sleppa við hitt fall- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.