Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 10

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 10
'3 Kaupum hesta til útflutnings allan ársins hring. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar vel þegar bezt lét, en áttu þó oftar miðlungsleiki og bæði liðin urðu fyrir skakkaföllum á keppnistímabilinu. Einn traustasti leikmaður Eyjaliðsins um árabil, Ólafur Sigurvinsson tók sig upp og fluttist til Ásgeirs bróður síns í Belgiu, og sá leikmaður sem mestar vonir voru bundnar við að glæddi framlínu Víkingsliðsins lífi, Arnór Guðjohnsen, lék lítið með liði sínu í sumar vegna deilumála um atvinnu- samning hans í Belgíu. Að auki urðu Víkingar fyrir því áfalli að þjálfari þeirra laumaðist skyndilega burtu, og þeir stóðu uppi þjálfaralausir þegar illa gengdi. Var það lán þeirra í óláni að dr. Yuri landsliðsþjálfari tók við stjórnvel- inum, og farnaðist honum starfið það vel, að líklegt er talið að Víkingar geri það sem þeir geta til þess að fá hann til starfa hjá sér næsta keppnistímabil. í liðum Víkings og Vestmannaeyja voru fáir leikmenn sem sköruðu afger- andi fram úr á keppnistímabilinu. Elelzt var það þó Örn Óskarsson í Vestmannaeyjaliðinu sem setti punkt- inn yfir i-ið á góðu keppnistímabili sínu með því að skora mark það er fleytti Eyjamönnum áfram í EIEFA-bikar- keppninni. Fannst mörgum sem Örn ætti erindi í íslenzka landsliðið í haust, en hann „fann ekki náð fyrir augum landsliðsnefndarinnar,“ eins og það er orðað. Barizt á botninum Baráttan á botninum var ekki síður tvísýn í ár en á toppnum, en þar blönduðu fleiri lið sér í baráttuna. Breiðablik skar sig reyndar snemma úr, en Blikarnir virtust allt frá upphafi vera gjörsamlega heillum horfnir, og voru ólíkir sjálfum sér frá fyrri árum. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvernig fór hjá þeim í sumar, en fráleitt er nein ein algild. Breiðablik hefur yfir miklu úrvali ungra manna að ráða, og er líklegasta skýringin á því hvernig fór sú, að þjálfara liðsins, hinum tékkneska Jan Farera, mistókst gjörsamlega að spila úr þeim spilum sem hann hafði á hendi. Liðinu var breytt í sífellu, og liðsheild eða liðskjarni myndaðist aldrei. Tæpast mun Breiðablik hafa langa viðdvöl í 2. deild., og gæti hugs- anlega farið svo, fái liðið góðan þjálfara og áhugi og barátta vinnist upp, að það hafi gott af þessum skelli. Baráttan við að sleppa við hitt fall- 10

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.