Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 38
Stanley Matthews Fyrsti knattspymumaðurinn sem hlaut sæmdarheitið „Knattspymu- maður ársins í Evrópu" var Eng- lendingurinn Stanley Matthews. Titil þennan hlaut hann árið 1956, og þótti þá vel að honum kominn. Nafn hans var þekkt ekki aðeins á Bretlandseyjum, heldur allsstaðar þar sem knattspyrna var iðkuð, og enn þann dag í dag, munu flestir kannast við nafn hans, a.m.k. Englendingar. Engum enskum knattspyrnumanni hefur heldur verið meiri sómi sýndur, þar sem hann hlaut brezku heiðursorðuna árið 1957 og átta ár- um síðar var hann aðlaður, og á því sæti í lávarðadeild brezka þingsins. Þangað mun sir Stanley hins vegar sárasjaldan koma. Sagt var, að þegar sir Stanley var upp á sitt bezta hafi hann ekki verið knattspyrnu- maður, heldur töframaður, sem gat látið knöttinn hverfa af tám andstæðinga sinna og festast við sínar eigin. Hann fann jafnan á sér hvert var bezt að senda knöttinn, og fáir enskir knattspymumenn hafa haft eins góða skallatækni og hann hafði. En sir Stanley hafði líka einstæða per- sónutöfra og ávann sér miklar vinsældir hvar sem hann kom. Hann var ólatur að spjalla við aðdáendur sína, ræða við blaða- menn og gefa ungum knattspymumönnum góð ráð. Stanley Matthews fæddist í smábænum Kenley í Mið-Englandi, og þegar í barn- æsku fékk hann ódrepandi knattspyrnu- áhuga. Hann lék stöðu miðvarðar í ungl- ingaliðinu sem hann keppti með, en brá sér oft í fremstu línu, og var þá ekki að sökum að spyrja. í einum leiknum skoraði hann hvorki fleiri né færri en átta mörk. Allt frá upphafi forðaðist hann eins og heitan eld- inn að lenda í návígi við mótherja sína, enda var hann afskaplega grannur og lítill þegar hann var barn og unglingur. Faðir Stanleys var kunnur íþróttamaður á Bretlandseyjum á sínum tíma. Hann hét Jack Matthews og þótti framúrskarandi hnefaleikari. Alls keppti hann 350 leiki í sínum þyngdarflokki, fjaðurvigt, og er það óvenju há tala keppnisleikja hjá hnefa- leikamanni. Hann var ákaflega reglusamur maður, reykti hvorki né drakk áfengi, og gerði miklar kröfur til sona sinna. Mótaði hann líf þeirra beggja mjög mikið. — Ég man vel eftir því, að hann vakti okkur alltaf klukkan sex á morgnana, hefur sir Stanley sagt, — þá fórum við í morgun- leikfimi. Fyrst opnaði pabbi alla glugga upp á gátt og síðan byrjuðum við á léttum upp- hitunaræfingum á stofugólfinu. Síðan gerðum við snerpuæfingar og „prógramm- inu“ lauk með erfiðum úthaldsæfingum. Þeir feðgar voru miklir vinir og Stanley tók alltaf mikið tillit til óska föðurs síns og hlýddi ráðum hans. Þegar Stanley fór að vinna sér inn peninga skilaði hann þeim samvizkusamlega til föðurs síns sem setti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.