Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 56
Leikmeiuv í Celtic-li&imi
Aðallið Celtic verður sennilega
skipað eftirtöldum leikmönnum í
flestum leikjum liðsins í vetur:
MARKVÖRÐUR:
Peter Latchford — mjög efnilegur
markvörður sem hóf feril sinn með
enska félaginu West Bromwich Al-
bion, en kom til Celtic á keppnis-
tímabilinu 1974—1975 og hefur
verið aðalmarkvörður liðsins að
undanförnu. Hann er bróðir hins
fræga knattspyrnumanns Bob
Latchfords sem leikur með Everton,
og annar bróðir hans, David, leikur
nú með Birmingham. Hefur leikið
unglingalandsleiki fyrir England.
VARNARMENN
Alan Sneddon — ungur leikmaður
sem vann sér sæti í aðalliði Celtic á
síðasta keppnistímabili. Er „alinn
upp“ hjá félaginu. Pat Stanton —
lék lengi með Hibernian, en kom til
Celtic árið 1976. Hefur átt við
meiðsli að stríða að undanförnu, en
mun nú vera að ná sér á strik og er
talið að hann muni styrkja Celtic-
liðið verulega, þegar hann verður í
fullu fjöri. Danny McGrain — leik-
maður sem hefur leikið með skozka
landsliðinu, en var hins vegar lítið
með Celtic í fyrra vegna meiðsla.
Roddie Mac Donald — kom til Cel-
Ronnie Glavin
tic frá skozka félaginu Brora Rang-
ers, lék fyrst sem framherji, en þykir
hafa náð betri árangri sem varnar-
maður, ekki sízt vegna þess hve
góður skallamaður hann er. Andy
Lynch — kom til Celtic frá Hearts
árið 1973 og var fyrst kantmaður í
liðinu, en var síðan færður aftur.
Hefur verið fyrirliði Celtic í flestum
leikjum liðsins að undanförnu. Joe
Filippi — kom til Celtic frá Ayr
United á síðasta keppnistímabili.
Mjög fjölhæfur og efnilegur leik-
maður.
MIÐVALLARLEIKMENN
Jóhannes Eðvaldsson — óþarfi mun
að kynna hann fyrir íslenzkum
knattspyrnuáhugamönnum. Jó-
hannes þykir ein traustasta stoð
Celticliðsins og jafnvígur í sókn og
vörn, svo sem sjá má af því að í fyrra
var hann markhæstur Celtic-manna,
skoraði 10 mörk í úrvalsdeildar-
keppninni. Roy Aitken — ungur og
efnilegur leikmaður sem hefur verið
hjá Celtic allan sinn feril. Hefur
leikið með skozka unglingalandslið-
inu og margir spá því að hann vinni
sér senn sess í skozka A-landsliðinu.
Tommy Burns — ungur leikmaður
sem þykir mjög efnilegur. Lék sína
fyrstu leiki með aðalliði Celtic á
keppnistímabilinu 1975—1976 og
var síðan fljótlega valinn í skozka
unglingalandsliðið. Alfie Conn —
einn traustasti leikmaður Celtic-
liðsins. Hann kom til Celtic 1977 en
hafði áður leikið með Tottingham
Hotspur. Var frá meginhluta
keppnistímabilsins í fyrra vegna
meiðsla.
FRAMHERJAR
Joe Craig — kom til Celtic frá Part-
ick Thistle árið 1976 og hefur staðið
sig mjög vel með liðinu frá upphafi.
Hefur leikið með skozka landslið-
inu. John Doyle — hann keypti
Celtic frá Ayr United fyrir 90.000
pund árið 1976. Hefur leikið með
skozka landsliðinu. Ronnie Glavin
— marksækinn og áræðinn leik-
maður. Hann var markhæsti leik-
maður Celtic á keppnistímabilinu
1976—1977 og skoraði þá 19 mörk.
Hann var keyptur frá Partick Thistle
árið 1974 fyrir 80.000 pund. Hefur
leikið með skozka landsliðinu. Jim
Lumsden — nýr leikmaður hjá Celt-
ic. Hefur áður leikið með Leeds,
Morton, St. Mirren og Hiberian.
Tom McAdam — kom til Celtic frá
Dundee United í fyrra, en hafði áður
leikið með Dumbarton. Mjög sterk-
ur og snjall skallamaður. George
McCluskey — ungur leikmaður sem
hefur leikið með Celtic leik og leik
Jóhannes Eðvaldsson
að undanförnu og þá í ýmsum stöð-
um á vellinum. Paul Wilson — kom
til Celtic árið 1966 og er því einn af
elstu mönnunum í liðinu. Hefur
leikið með skozka landsliðinu og
einnig verið nokkrum sinnum vara-
maður í því.
Tommy Burns
56