Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 11
sætið var hins vegar tvísýnni. í henni áttu lengst af ÍBK, KA, FH og Þróttur. Það lið sem enn hefur ekki verið nefnt, Fram, sigldi eiginlega milli skers og báru í allt sumar. Framliðið var á mót- unarskeiði eftir töluverða endurnýjun, og má teljast hafa sloppið mjög vel frá sumrinu, enda tæpast að búast við öðru, þar sem það var undir stjórn Guðmundar Jónssonar, sem alltaf hef- ur megnað að ná hinu bezta út úr Framliðinu. Sem fyrr segir rak ÍBK rækilega af sér slyðruorðið þegar á mótið leið, og kvaddi KA, Þrótt og FH í fallbarátt- unni. Þessi þrjú lið áttu við svipuð vandamál að etja í sumar. FH hafði þá forskot á hin liðin tvö, þar sem það hafði leikreynslu í 1. deildinni. Svo fór þó að lokum að nýliðarnir báðir, KA og Þróttur héldu velli, en FH féll. Má það vera aðstandendum og íþróttamönnum í FH nokkurt áhyggjuefni að svo skyldi fara, og yfirleitt er það með ólíkindum hve lítill áhugi virðist á knattspyrnu í Hafnarfirði, þeim mikla íþróttabæ. Oftast voru fáeinir áhorfendur þegar FH-ingar léku á heimavelli, og félagið skorti tilfinnanlega bakstuðning bæjar- búa og áhuga, og er ekki ósennilegt að það hafi ráðið úrslitum að svo fór sem fór. Bæði KA og Þróttur áttu fyrst og fremst það markmið í deildinni í sumar að halda þar sæti sínu. Reynslan sýnir að fyrsta árið í 1. deild er oft afskaplega erfitt. Leikmáti þessara tveggja nýliða var mjög ólíkur. KA-menn áttu „köflóttan“ feril í deildinni í sumar, ef svo má að orði komast. Öðru hvérju var leikið á fullu og leikmenn liðsins geisluðu af áhuga og dugnaði, en þess á milli var gengið til starfs með hangandi haus, og afleiðingin var þá oftast slæm högg á bossann — rassskelling. Þróttarar spör- uðu hins vegar aldrei kraftana, og sýndu engu liðinu neina virðingu. Segir það ef til vill mesta sögu um frammi- stöðu þeirra í deildinni í sumar, að beztu liðin, Valur og Akranes lentu í hinum mestu erfiðleikum í leikjum sín- um við Þrótt. Þar á að vera framtíðarlið á ferðinni — lið sem sennilega á í erfiðleikum næsta sumar að halda sæti sínu, en fer að blómstra úr því. Víkingar tóku mikinn fjörkipp undir lok keppnistímabilsins, en sóknar- leikur þeirra í sumar var ekki eins beittur og flestir áttu von á. KR var yfirburðalið 2. deildar keppnin í sumar tók snemma þá stefnu að KR-ingar skáru sig úr hvað getu snertir, en mikil barátta var hins vegar um annað sætið í deild- inni, — hitt 1. deildars ætið. KR-ingar létu það ekki mikið á sig fá þótt þeir yrðu fyrir áföllum áður en keppnis- tímabilið hófst, misstu þá tvo af sínum beztu leikmönnum, Hálfdan Örlygsson og Örn Óskarsson. Undir stjórn hins unga þjálfara síns, Magnúsar Jóna- tanssonar, náði KR-liðið góðum leikj- um í sumar, allt frá upphafi til enda, og má ætla að liðið hafi verið svipað að styrkleika og lélegri liðin í 1. deild. Nú verður mjög svo spennandi að sjá hvað gerist hjá KR á næsta keppnistímabili, hvort 2. deildin hefur verið sá skóli fyrir liðið, sem það þurfti, en sem kunnugt er var KR-liðið lengi búið að berjast við fall í 2. deild, áður en kom að því í fyrra. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.