Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 11
sætið var hins vegar tvísýnni. í henni áttu lengst af ÍBK, KA, FH og Þróttur. Það lið sem enn hefur ekki verið nefnt, Fram, sigldi eiginlega milli skers og báru í allt sumar. Framliðið var á mót- unarskeiði eftir töluverða endurnýjun, og má teljast hafa sloppið mjög vel frá sumrinu, enda tæpast að búast við öðru, þar sem það var undir stjórn Guðmundar Jónssonar, sem alltaf hef- ur megnað að ná hinu bezta út úr Framliðinu. Sem fyrr segir rak ÍBK rækilega af sér slyðruorðið þegar á mótið leið, og kvaddi KA, Þrótt og FH í fallbarátt- unni. Þessi þrjú lið áttu við svipuð vandamál að etja í sumar. FH hafði þá forskot á hin liðin tvö, þar sem það hafði leikreynslu í 1. deildinni. Svo fór þó að lokum að nýliðarnir báðir, KA og Þróttur héldu velli, en FH féll. Má það vera aðstandendum og íþróttamönnum í FH nokkurt áhyggjuefni að svo skyldi fara, og yfirleitt er það með ólíkindum hve lítill áhugi virðist á knattspyrnu í Hafnarfirði, þeim mikla íþróttabæ. Oftast voru fáeinir áhorfendur þegar FH-ingar léku á heimavelli, og félagið skorti tilfinnanlega bakstuðning bæjar- búa og áhuga, og er ekki ósennilegt að það hafi ráðið úrslitum að svo fór sem fór. Bæði KA og Þróttur áttu fyrst og fremst það markmið í deildinni í sumar að halda þar sæti sínu. Reynslan sýnir að fyrsta árið í 1. deild er oft afskaplega erfitt. Leikmáti þessara tveggja nýliða var mjög ólíkur. KA-menn áttu „köflóttan“ feril í deildinni í sumar, ef svo má að orði komast. Öðru hvérju var leikið á fullu og leikmenn liðsins geisluðu af áhuga og dugnaði, en þess á milli var gengið til starfs með hangandi haus, og afleiðingin var þá oftast slæm högg á bossann — rassskelling. Þróttarar spör- uðu hins vegar aldrei kraftana, og sýndu engu liðinu neina virðingu. Segir það ef til vill mesta sögu um frammi- stöðu þeirra í deildinni í sumar, að beztu liðin, Valur og Akranes lentu í hinum mestu erfiðleikum í leikjum sín- um við Þrótt. Þar á að vera framtíðarlið á ferðinni — lið sem sennilega á í erfiðleikum næsta sumar að halda sæti sínu, en fer að blómstra úr því. Víkingar tóku mikinn fjörkipp undir lok keppnistímabilsins, en sóknar- leikur þeirra í sumar var ekki eins beittur og flestir áttu von á. KR var yfirburðalið 2. deildar keppnin í sumar tók snemma þá stefnu að KR-ingar skáru sig úr hvað getu snertir, en mikil barátta var hins vegar um annað sætið í deild- inni, — hitt 1. deildars ætið. KR-ingar létu það ekki mikið á sig fá þótt þeir yrðu fyrir áföllum áður en keppnis- tímabilið hófst, misstu þá tvo af sínum beztu leikmönnum, Hálfdan Örlygsson og Örn Óskarsson. Undir stjórn hins unga þjálfara síns, Magnúsar Jóna- tanssonar, náði KR-liðið góðum leikj- um í sumar, allt frá upphafi til enda, og má ætla að liðið hafi verið svipað að styrkleika og lélegri liðin í 1. deild. Nú verður mjög svo spennandi að sjá hvað gerist hjá KR á næsta keppnistímabili, hvort 2. deildin hefur verið sá skóli fyrir liðið, sem það þurfti, en sem kunnugt er var KR-liðið lengi búið að berjast við fall í 2. deild, áður en kom að því í fyrra. 11

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.