Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 25

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 25
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin, en talið er að rösktega 14.600 karlar og konur stundi hana. 66 þúsund virkir í íþróttastarfinu kér — krvattspyrnarv virvsælasta íþróttagrcirvirv Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdastjórnar íþróttasam- bands íslands sem lögð var fram á íþróttaþingi er haldið var 4. og 5. september s.l. voru virkir þátt- takendur í íþróttum og íþrótta- starfi rösklega 66 þúsund talsins árið 1977, og svarar það til þess að rösklega fjórði hver íslend- ingur taki þátt í íþróttastarfinu að meira eða minna leyti. Hafði þátttakendum fjölgað um tæp fimm þúsund frá árinu áður, en þá voru þeir taldir 61.075. Þátttakendataflan er byggð á skýrsl- um sem íþróttasambandinu berast frá hinum ýmsu héraðssamböndum um íþróttaþátttakendur innan þeirra vé- banda, og má því ætla að talan sé mjög nærri lagi. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni er knattspyrna vinsælasta íþróttagreinin, en þátttakendur í henni eru taldir vera 14.629. Skiptingin er lalin þannig að í sýslum stunda 488 konur og 3597 karlar knattspyrnu og í kaupstöðunum 406 konur og 9996 karlar. Næst vinsælasta íþróttagreinin var handknattleikur, en iðkendur þeirrar íþróttar voru taldir 9363 og síð- an komu frjálsar íþróttir, með 7100 iðkendur og skíðaíþróttir með 6.702 iðkendur. Er mjög athyglisvert hversu skíðaíþróttin er í mikilli sókn, en iðk- endum hennar hefur fjölgað mjög mikið ár frá ári. Annars var skiptingin milli íþrótta- greina sem hér segir. Tala frá árinu áður í sviga: 25

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.