Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 12

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 12
„ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS" íþróttablaðið gekkst nú fyrir vali „íþrótta- manns ársins“, í þeim íþróttagreinum sem aðild eiga að íþróttasambandi íslands, í sjötta sinn. Það var árið 1973, sem slík verðlaunaveiting fór fram í fyrsta sinn, og hefur hún síðan verið árviss við- burður í íþróttastarfinu. Við val á því íþróttafólki sem heiðrað er hverju sinni hefur jafnan verið hafður sá háttur að leitað hefur verið til sérsam- banda ÍSÍ, og óskað eftir tilnefningu þeirra. Hefur samstarf blaðsins við sér- samböndin jafnan verið mjög gott og þau lýst miklum áhuga sínum á þessari verðlaunaveit- ingu. Sérsambönd innan ÍSÍ eru nú fimmtán tals- ins, auk þess sem íþróttasamband fatlaðra starfar í beinum tengslum við ÍSÍ, og fór einnig fram tilnefning af hálfu þess. Þrír þeirra íþróttamanna sem hlutu titil nú, höfðu hlotið hann áður; körfuknattleiks- maðurinn Jón Sigurðsson, sem valinn var „körfuknatt- leiksmaður ársins 1976“, Berglind Pétursdóttir, sem valin var „fimleikamaður árs- ins“ í fyrra og Þórunn Al- freðsdóttir, sundkona, sem var nú tilnefnd „sundmaður árs- ins“ í fjórða sinn, sem er glæsilegt afrek hjá svo ungri stúlku. Allt það íþróttafólk sem vann nú til verðlauna íþrótta- blaðsins vann góð afrek á síð- asta ári, og skaraði á einn eða annan hátt framúr í íþrótta- grein sinni. Vill íþróttablaðið hér með nota tækifærið til þess að óska því til hamingju með útnefninguna, og árna því heilla og góðra afreka á nýbyrjuðu ári. Frá því að íþróttablaðið tók upp verðlaunaveitingar sínar, hafa eftirtalin verið tilnefnd „íþróttamaður ársins“ í við- komandi greinum: Badmintonmaður ársins: 1973: Haraldur Kornelíusson, TBR 1974: Lovísa Sigurðardóttir, TBR 1975: Haraldur Komelíusson, TBR 1976: Sigurður Haraldsson, TBR 1977: Sigurður Haraldsson, TBR 1978: Jóhann Kjartansson, TBR Pétur J. Eiríksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Frjáls framtaks h.f. og íþróttafréttamennirnir Þórarinn Ragnarsson og Hermann Gunnarsson gæða sér á gómsætum ostum sem boðið var upp á. Verðlaun íþróttablaðsins voru 12

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.