Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 20

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 20
Utlendingarnir hafa mjög jákvæð áhrif — Það er ekkert efa- mál, að keppnistímabilið 1978 er litríkasta og skemmtilegasta tímabilið sem ég hef upplifað í körfuknattleiknum til þessa, og hef ég þó verið viðloðandi þessa íþrótta- grein í nærfellt 20 ár, sagði Jón Sigurðsson, KR-ingur sem nú var valinn „Körfuknattleiks- maður ársins“. Er þetta í annað sinn sem Jón hlýt- ur þann titil, en hann hefur um árabil verið í fremstu röð íslenzkra körfuknattleiksmanna, og náð mikilli hæfni í íþróttinni. Átti Jón ekki lítinn þátt í því að lið hans, KR — hreppti ís- landsmeistaratitilinn á árinu, og ógleymd er einnig frammistaða hans í landsleikjum þeim sem íslendingar léku á árinu, sérstaklega þó í hinni svonefndu Polar Cup keppni, en þar kom glögglega fram að Jón stendur beztu körfu- knattleiksmönnum Norðurlanda fyllilega á sporði. — Það sem var hvað skemmtilegast við keppnis- tímabilið var hversu áhorf- endum fjölgaði mikið og hvað þeir tóku mikinn þátt í leikj- unum. Það er niðurdrepandi fyrir íþróttamenn, ef enginn kemur til þess að horfa á leiki þeirra, og lengi vel var það þannig að áhorfendur að körfuknattleiksleikjum voru fremur fáir. Nú hefur orðið gjörbreyting á og stemning í flestum leikjanna er mjög skemmtileg. Áhorfendur kunna vel að meta þær fram- farir sem orðið hafa í íþrótt- inni og það sem vel er gert á vellinum, og við, íþrótta- mennirnir, kunnum líka vel að meta nærveru þeirra. Sem kunnugt er hefur verið tekið upp nýtt keppnisfyrir- komulag í körfuknattleiknum, með stofnun úrvalsdeildar, þar sem leikin er fjórföld um- ferð. Jón var spurður að því hvort hann teldi að þetta hefði haft jákvæð áhrif. — Það er tvímælalaust, svaraði hann. — Fyrirfram var ég reyndar svolítið efins um ágæti þessa fyrirkomulags. Óttaðist að leiði kæmi fram hjá mönnum, þegar komið væri að því að leika við sama Jón Sigurðsson Jón skorar í landsleik 20

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.