Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 21
liðið í þriðja eða fjórða sinn. Reynslan verður sem betur fer allt önnur. Mótið er gífurlega jafnt, liðin reita stig hvert af öðru, og það má aldrei slaka hið minnsta á til þess að ekki fari illa. Því reynir maður að búa sig undir leiki af enn meiri kostgæfni en nokkru sinni fyrr, og bíður spenntur eftir leikjunum, sérstaklega ef maður hefur tapað fyrir við- komandi liði í næstu umferð á undan. Það sem mér þykir ekki síður jákvætt við þetta fyrirkomulag er það hver þró- unin hefur orðið í 1. deildinni. Þar ríkir gífurleg samkeppni um að komast í 1. deild, og liðin sem þar leika leggja mikla áherzlu á að sigra í deildinni, og fá þar af leiðandi til sín góða leikmenn og góða þjálfara. Árangurinn hefur svo orðið sá þar, að beztu liðin í 1. deild gefa úrvalsdeildar- liðunum lítið sem ekkert eftir, svo sem dæmin sanna. — Nú hefur farið fremur lítið fyrir íslenzka landsliðinu í körfuknattleik að undan- förnu, — hefur það nægjanleg verkefni? — Það er sá þáttur í körfu- knattleiksstarfinu sem ég er óánægðastur með, og það veldur mér raunar áhyggjum hvað lítið er gert fyrir lands- liðið. Vitanlega er það eins í körfuknattleiknum og öðrum íþróttagreinum, að landsliðið er rjómi íþróttarinnar, og það þarf þauðsynlega að sjá því fyrir verkefnum, ekki sízt til þess að viðhalda áhuga al- mennings. Skipulag úrvals- deildarinnar er þannig að milli umferða er tveggja vikna hlé, og hefði því það hlé verið kjörinn tími til þess að þjálfa landslilið og halda landsleiki. Jón í baráttu við nafna sinn Jörundsson í leik KR og ÍR Aðstaða til þess að þjálfa landsliðið er jafnvel betri nú en nokkru sinni fyrr, þar sem við höfum hóp erlendra leik- manna, sem gott væri að þjálfa landslið með því að leika á móti. En því miður hefur ekki tekist að útvega landsliðinu leiki. Ég held að það sé búið að ákveða tvo landsleiki í vetur, og munu þeir báðir fara fram erlendis. I vor fer svo fram Evrópu- keppnin, og þar ættum við að eiga möguleika á að komast í B-riðil. Síðast þegar við tókum þátt í þessari keppni munaði ekki nema 3 stigum að við kæmumst í þann riðil, og ekki er vafi á því, að við eigum nú betra landslið en við höfðum þá. En allt um það, ég tel það mjög slæmt að fá ekki lands- leiki hér heima í vetur, þar

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.