Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Síða 23
Skúli Óskarsson I hófi íþróttafréttamanna þar sem Skúli Óskarsson var sæmdur titlinum „Iþrótta- maður ársins 1978“ lýsti for- maður samtakanna, Bjarni Felixsson, kjöri hans m.a. á eftirfarandi hátt: „Það verður vart komið tölu á öll þau íslandsmet sem Skúli hefur sett á ferli sínum til þessa, og þau eiga áreiðanlega eftir að verða fleiri. Hins vegar Framhald á bls. 65 Stefnan sett á heims- meistaratitilinn og met Skúli Óskarsson, UÍA, var að þessu sinni valinn „Lyftingamaður ársins“, og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann titil. Glæsileg afrek Skúla í Evrópumótinu og heims- meistaramótinu í kraft- lyftingum á árinu 1978, færðu honum einnig titil- inn „íþróttamaður ársins 1978“ og þann fagra verðlaunagrip sem því sæmdarheiti fylgir. Er Skúli jafnframt fyrsti lyftingamaðurinn sem kjörinn er „íþróttamaður ársins“. Skúli Óskarsson er þrítugur og er verkamaður að atvinnu. Hann er fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði, og byrjaði að æfa íþrótt sína þar eystra við mjög frumstæðar aðstæður. Árangurinn lét þó ekki á sér standa, þar sem hann vann sigur á lyftingamóti sem fram fór í Reykjavík, aðeins mán- uði eftir að hann hóf æfingar. Síðan hefur framaferill Skúla í lyftingum verið stöðugur og náði hann hámarki á heims- meistaramótinu sem fram fór í Finnlandi s.l. haust. Þar mun- aði ekki nema hársbreidd að Skúli setti heimsmet í einni grein kraftþrautarinnar, hné- beygjulyftu. Reyndi hann þá að lyfta 300,5 kg og tókst það. Tveir dómarar af þremur dæmdu hins vegar lyftuna ógilda, þótt erfitt væri að sjá á hvaða forsendum það var gert. 23

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.