Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 27

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 27
Eina takmarkið er að bæta árangurinn — sagði Jóhann Kjartansson, badmintonmaður Jóhann Kjartansson Badmintonmaður ársins er 19 ára gamall og hefur á síðustu árum skipað sér í fremstu röð badminton- manna hér á landi. Jó- hann, sem er sonur Kjartans Magnússonar læknis, sem var kunnur handknattleiksmaður á yngri árum, sagði í sam- tali við íþróttablaðið að hann hefði verið 8 ára, er hann fór að fara með föður sínum á badmin- tonæfingar og hefði hann frá þeim tíma stundað þessa íþrótt. Jóhann er nemandi á menntabraut við Flensborgarskóla og áætlar að Ijúka stúdents- prófi um næstu jól. Hann segir okkur að hann hafi verið 10 ára, er hann fyrst tók þátt í keppni, en 14-15 ára hafi hann byrjað að ná ár- angri, eins og hann sjálfur segir hógværlega, en við hjá íþróttablaðinu köllum það að skara fram úr. Jóhann lék fyrst í meistaraflokki 15 ára gamall og 16 ára varð hann fyrst ís- landsmeistari í tvíliðaleik á mótinu, sem þá var haldið á Akranesi, er hann og Sigurður Haraldsson sigruðu Harald Kornelíusson og Steinar Petersen í hörkukeppni. Urðu úrslit leikjanna 15-13, 11-15 og 15-13 og segir Jó- hann að það sé eftirminnileg- asta keppni hans fram til þessa. 1977 komst Jóhann í úrslit í einliðaleik á íslands- mótinu, en tapaði þá fyrir Sigurði Haraldssyni, en þeir urðu aftur íslandsmeistarar í tvíliðaleik. 1978 hirti svo Jó- hann þrennuna í Islandsmót- inu, er hann sigraði í einliða- leik, tvíliðaleik og tvenndar- leik. Fer því ekki á milli mála að Jóhann hefur glæsilega unnið til þess sæmdarheitis, Badmintonmaður ársins. Jóhann segist æfa 5-6 sinn- um í viku, yfirleitt 2 klukku- stundir í senn undir hand- leiðslu Garðars Alfonssonar, sem hann segir eiga mestan heiðurinn af árangri sínum. Æft er í hinu nýja og glæsilega húsi TBR, þar sem Jóhann segir að aðstaðan sé mjög góð, enda eina húsið hérlendis, sem byggt sé sérstaklega fyrir badmintoníþróttina. Til við- bótar við æfingarnar koma svo keppnir, sem oft eru haldnar um helgar þannig að Jóhann Kjartansson 27

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.