Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 32

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 32
Tilviljun að ég fór að æfa júdó Bjarni Friðriksson, 22 ára nemi í útvarps- og sjónvarpsvirkjun var val- inn Júdómaður ársins 1978. Hefur frami Bjarna í júdóíþróttinni verið með skjótum hætti, þar sem tiltölulega er stutt síðan hann hóf æfingar og keppni. Á mótum hér innanlands var hann mjög sigursæll á árinu, og á Norðurlandameistara- mótinu sem haldið var í Finnlandi í fyrravetur vann hann það frækilega afrek að komast tvívegis á verðlaunapall. Hann var þriðji í keppni í sínum þyngdarflokki, en þar hlaut Gísli Þorsteinsson, sem valinn var júdómaður ársins í fyrra, silfurverð- laun, og Bjami bætti síð- an um betur með því að hreppa silfurverðlaunin í keppni í opnum flokki, en þar eiga allir þátttöku- rétt, án tillits til þyngdar. — Það var tilviljun að ég fór að æfa júdó, sagði Bjarni Friðriksson í viðtali við íþróttablaðið. — Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári, dreif ég mig á júdóæfingu hjá Ármanni og þar með kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Ég hafði ekki verið mikið í íþróttum fram til þess tíma, helzt í skól- anum, þar sem ég var þá í handknattleik og knattspyrnu. Það sem réði því að ég fór í júdó hefur sennilega verið það að ég hef alla tíð haft mjög gaman af átökum og tuski. Bjarni æfir nú reglulega þrisvar í viku með félaga sín- um, og sagðist hann bregða sér öðru hverju einnig á æf- ingar hjá Júdófélagi Reykja- víkur. — Það vill svo vel til að þeir eru ekki með æfingar á sömu dögum og við, sagði hann. Þjálfari Ármanns er Japani, og lauk Bjarni miklu lofsorði á hann. — Flann er mjög góður þjálfari, sagði Bjarni, — og á mikinn þátt í þeim framförum sem orðið hafa hjá mér. Fyrsta mótið sem Bjami keppti í fór fram þremur mánuðum eftir að hann hóf æfirigar sínar. Síðan hefur hann keppt í flestum mótum sem fram hafa farið hérlendis, og eins og áður segir náði hann glæsilegum árangri í Norðunandamótinu. — Það var sterkt mót, sagði Bjarni, — og ég var mjög taugaóstyrkur þegar ég hóf keppnina. Vissi lítið hvar ég stóð. En svo þegar á hólminn var komið fannst mér andstæðingarnir öllu auðveldari viðfangs, en marg- ir þeir sem maður er að keppa við hér heima og þetta gekk ágætlega. Ég tel, að við ís- lendingar, séum betri en Danir og Norðmenn í júdó- íþróttinni, en hins vegar eru Svíar ívið sterkari en við og enn eigum við nokkuð langt í land að ná Finnum. Þeir eru enn í sérflokki á Norðurlönd- unum, enda á júdóíþróttin miklum vinsældum að fagna þar, og þeir hafa því mikið úrval keppnismanna. — Það sem stendur júdó- íþróttinni hvað mest fyrir þrifum hérlendis, sagði Bjami, — er það hvað við fáum fá tækifæri til þess að keppa við útlendinga. Einu mótin sem við komumst á eru Norður- landamótin, sem framvegis verða aðeins haldin annað hvert ár, og svo t.d. Evrópu- mótin. Hér heima erum við að fást við sömu mennina á æf- ingum og við keppum svo við í mótum. Við gjörþekkjum þvi hvern annan, og það hefur sína ókosti. Ég held að það yrði mikil örvun fyrir íþróttina ef unnt yrði að koma á lands- keppni reglulega, t.d. við Bjarni Friðriksson 4K. 32

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.