Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 32

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 32
Tilviljun að ég fór að æfa júdó Bjarni Friðriksson, 22 ára nemi í útvarps- og sjónvarpsvirkjun var val- inn Júdómaður ársins 1978. Hefur frami Bjarna í júdóíþróttinni verið með skjótum hætti, þar sem tiltölulega er stutt síðan hann hóf æfingar og keppni. Á mótum hér innanlands var hann mjög sigursæll á árinu, og á Norðurlandameistara- mótinu sem haldið var í Finnlandi í fyrravetur vann hann það frækilega afrek að komast tvívegis á verðlaunapall. Hann var þriðji í keppni í sínum þyngdarflokki, en þar hlaut Gísli Þorsteinsson, sem valinn var júdómaður ársins í fyrra, silfurverð- laun, og Bjami bætti síð- an um betur með því að hreppa silfurverðlaunin í keppni í opnum flokki, en þar eiga allir þátttöku- rétt, án tillits til þyngdar. — Það var tilviljun að ég fór að æfa júdó, sagði Bjarni Friðriksson í viðtali við íþróttablaðið. — Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári, dreif ég mig á júdóæfingu hjá Ármanni og þar með kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Ég hafði ekki verið mikið í íþróttum fram til þess tíma, helzt í skól- anum, þar sem ég var þá í handknattleik og knattspyrnu. Það sem réði því að ég fór í júdó hefur sennilega verið það að ég hef alla tíð haft mjög gaman af átökum og tuski. Bjarni æfir nú reglulega þrisvar í viku með félaga sín- um, og sagðist hann bregða sér öðru hverju einnig á æf- ingar hjá Júdófélagi Reykja- víkur. — Það vill svo vel til að þeir eru ekki með æfingar á sömu dögum og við, sagði hann. Þjálfari Ármanns er Japani, og lauk Bjarni miklu lofsorði á hann. — Flann er mjög góður þjálfari, sagði Bjarni, — og á mikinn þátt í þeim framförum sem orðið hafa hjá mér. Fyrsta mótið sem Bjami keppti í fór fram þremur mánuðum eftir að hann hóf æfirigar sínar. Síðan hefur hann keppt í flestum mótum sem fram hafa farið hérlendis, og eins og áður segir náði hann glæsilegum árangri í Norðunandamótinu. — Það var sterkt mót, sagði Bjarni, — og ég var mjög taugaóstyrkur þegar ég hóf keppnina. Vissi lítið hvar ég stóð. En svo þegar á hólminn var komið fannst mér andstæðingarnir öllu auðveldari viðfangs, en marg- ir þeir sem maður er að keppa við hér heima og þetta gekk ágætlega. Ég tel, að við ís- lendingar, séum betri en Danir og Norðmenn í júdó- íþróttinni, en hins vegar eru Svíar ívið sterkari en við og enn eigum við nokkuð langt í land að ná Finnum. Þeir eru enn í sérflokki á Norðurlönd- unum, enda á júdóíþróttin miklum vinsældum að fagna þar, og þeir hafa því mikið úrval keppnismanna. — Það sem stendur júdó- íþróttinni hvað mest fyrir þrifum hérlendis, sagði Bjami, — er það hvað við fáum fá tækifæri til þess að keppa við útlendinga. Einu mótin sem við komumst á eru Norður- landamótin, sem framvegis verða aðeins haldin annað hvert ár, og svo t.d. Evrópu- mótin. Hér heima erum við að fást við sömu mennina á æf- ingum og við keppum svo við í mótum. Við gjörþekkjum þvi hvern annan, og það hefur sína ókosti. Ég held að það yrði mikil örvun fyrir íþróttina ef unnt yrði að koma á lands- keppni reglulega, t.d. við Bjarni Friðriksson 4K. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.