Íþróttablaðið - 01.01.1979, Qupperneq 40
Þórunn meö bræðrum sínum Hermanni og Axel.
— Ástæðan er fyrst og
fremst sú, að til þess að ná ár-
angri í sundi þarf gífurlega
æfingu. Þessar æfingar eru
mjög bindandi og tímafrekar,
og það er því auðskiljanlegt að
fólk gefist upp. Helzt er það
skólafólk sem æfir sund,
reynslan er sú, að þegar fólk er
búið í skólum og fer að vinna,
þá gefst það strax upp á sund-
iðkunum með keppni fyrir
augum.
— Hvernig æfir þú?
— Segja má, að æfingar séu
nær óslitnar 11 mánuði á ári.
Það er aðeins í september sem
við tökum okkur hlé. Oftast
æfum við tvisvar á dag, einn
og hálfan klukkutíma á
morgnana og þrjá tíma á
kvöldin. Það má aldrei slaka á
þessum æfingum, ef árangur á
að nást, og því ekki nema von
að margir gefist upp. Víðast
erlendis er komið svo, að
keppnisfólk í sundi gerir ekk-
ert annað en að æfa sig, og
getur raunar ekkert gert ann-
að, ef það ætlar að ná alla
leiðina á toppinn.
— Hvemig er aðstaðan til
sundæfinga hér?
— Það verður að segjast
eins og er, að hún er engan
veginn nægjanlega góð. Það
má heita vonlaust að æfa sund
í útilaug á veturna, eins og við
verðum þó að gera. Hins vegar
er aðstaðan til þrekæfinga,
sem er undir stúku Laugar-
dalssundlaugarinnar, sæmi-
leg. Þar æfum við m.a. lyft-
ingar og leikfimi, sem eru
nauðsynlegir þættir í þjálfun-
inni.
— Hver var eftirminnileg-
asta keppni þín á árinu?
— Átta-landa sundlands-
keppnin í ísrael var skemmti-
legasta mótið sem ég tók þátt í.
Bæði var afskaplega gaman að
koma til ísrael, og eins gekk
mér vel í því móti. Ég varð
önnur í 200 metra flugsundi,
fjórða í 400 metra fjórsundi og
fimmta í 100 metra flugsundi.
Það var líka gaman að fara á
heimsmeistaramótið, en þar
var árangur minn hins vegar
ekki til þess að hrópa húrra
fyrir.
— Er flugsundið þín uppá-
haldssundgrein?
— Ég hef náð beztum ár-
angri í því, en hins vegar finnst
mér fjórsundið skemmtilegra.
1 þeim sundmótum sem
Þórunn tekur þátt í hérlendis
er hún oftast yfirburðasigur-
vegari í sínum keppnisgrein-
um. Hún var því spurð hvort
henni leiddist ekki að fá svo
sjaldan ærlega keppni?
— Jú, mig vantar alveg
keppni hér heima. Oftast hef
ég engan við að keppa nema
klukkuna, og þetta stendur
árangri mínum líka fyrir þrif-
um. Það er bara í 8-landa
keppninni sem ég fæ harða
keppni, og þá hef ég líka náð
mínum bezta árangri.
— Hvað er svo framundan
hjá þér?
— Ég æfi ágætlega um
þessar mundir og ætla mér að
vera með næsta sumar, hvað
svo sem verður eftir það.
Framundan er innanhúss-
meistaramótið, sem er helzta
sundmótið sem haldið er hér-
lendis yfir vetrartímann. í
sumar stendur svo til að taka
þátt í 8-landa sundlands-
keppninni sem fer fram í
Belgíu að þessu sinni. Þá er
einnig áformuð fjögurra landa
landskeppni íslands, Portú-
gals, ísraels og írlands næsta
sumar og gæti þar orðið um
skemmtilega keppni að ræða.
Sundlandslið írlands og
Portúgals eru mjög svipuð að
styrkleika og íslenzka lands-
liðið. ísraelar eiga ágætt
karlalandslið, en hins vegar
slakt kvennalandslið, svo við
höfum möguleika gegn þeim.
Slík landskeppni sem þessi er
æskilegt verkefni fyrir okkur.
Ennfremur eru uppi áform
um þátttöku í hinni svonefndu
Kalottkeppni í sundi, sem
einnig er verðugt verkefni
fyrir okkur. Hvað verður er
ekki gott að segja á þessu stigi
málsins. Sundsamband ís-
lands býr við mjög erfiðan
fjárhag, svo ekki s emeira sagt,
og kann svo að fara að ekki
verði unnt að sinna þessum
verkefnum, af þeim ástæðum.
40