Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 47

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 47
að koma fram á sjónarsviðið. Það sem helzt hefur fælt fólk frá því að þjálfa þessa íþrótta- grein reglulega er það hvað það hefur haft fá tækifæri til þess að fá skipulega tilsögn. Um aðstöðuna til æfinga, sagði Tómas m.a. — Borðtennis er íþrótta- grein sem krefst ekki mikillar aðstöðu í sjálfu sér. Þeir sem famir eru að ná sæmilegum árangri í íþróttinni þurfa þó að hafa töluvert rými. Ég held, að það megi segja, að aðstaða íslenzkra borðtennismanna til æfinga, sé yfirleitt fullnægj- andi og að yfir engu sé að kvarta í þeim efnum. Að lokum sagði Tómas Guðjónsson: — Borðtennis er íþrótt sem byggist mjög mikið upp á tækni, og því er nauðsynlegt að þeir sem iðka íþróttina fái mikla og góða tilsögn. Eins og áður segir hefur hana skort hérlendis. Þá háir það ís- lenzkum borðtennismönnum ekki síður hversu reynslulaus- ir þeir eru. Hér heima erum við alltaf að keppa við sömu mennina, og erum farnir að þekkja þá út og inn. Þegar við keppum svo við útlendinga sem hafa ef til vill öðru vísi hreyfingar og tækni, kemur það oftsinnis fyrir að við töp- um fyrir þeim, jafnvel þótt við séum í sjálfu sér ekki verri í íþróttinni en þeir. Okkur er því mikil nauðsyn að fá fleiri tækifæri til keppni við útlend- inga, ekki bara að fara á mót erlendis, heldur ekki síður að fá útlendinga til að keppa hér. Ég tel að slíkt sé raunar for- senda þess að um verulegar framfarir i borðtennisíþrótt- inni verði að ræða. Tómas Guðjónsson, borðtenn- ismaður ársins 1978 47

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.