Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 48

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 48
Draumar rætast Framhald af bls. 45 stæður og orðið úr að sér hefði verið veittur styrkur. — Þeir hafa væntanlega skoðað þig á æfingu? „Nei, reglur íþróttasam- bands bandariskra háskóla banna slíkt, en mér gafst hins vegar kostur á léttri æfingu til að kynna mér öll skilyrði. Enginn þjálfari fékk að fylgj- ast með þeirri æfingu.“ Óskar náði í sumar þeim árangri að kasta kringlunni 62.64 metra og bætti árangur- inn sinn í ár um 4 metra. Heimsmetið í greininni er um 71 metri. Mun Óskar vera um þrítugasti á afrekaskrá kringlukastara í ár. Þá náði hann að varpa kúlunni 18173 metra. Við spurðum Óskar hvort hann hefði sett sér eitthvað markmið og hann svaraði: „Ég vil ekki segja hvað ég ætla mér í kringlunni, set markið nógu andskoti hátt, til að mér finnst ekki hægt að ná því, en í kúlu held ég að ég ætti að ná 19.50 metrum.“ Óskar sagðist myndu koma heim í júní, að prófum lokn- um og þá hyggðist hann leggja höfuðáherzlu á keppni, bæði hér heima og erlendis og búa sig undir Ólympíukeppni. Óskar varð 23 ára gamall 19. janúar og hann hefur æft frjálsíþróttir í 9—10 ár, en segir aðeins örfá ár frá því að hann hafi farið að taka æfing- arnar alvarlega. Að lokum sagði Óskar að Friðrik Þór Óskarsson færi með sér utan til að skoða sig um í boði há- skólans og einnig hefðu for- ráðamenn skólans mikinn áhuga á Jóni Diðrikssyni, því þá vantaði millivegalengda- hlaupara. Heildsölubirgðir HAGALL sf. S: 76288 ÍÞRÓTTASPIL fyrir skóla og æskulýðsstarf ÍSHOKKYSPIL LOKSINS KOMIN Á MARKAÐINN AFTUR. Hraði og spenna leiksins veldur því að það er jafn skemmtilegt fyrir áhorfandann sem leikmenn (takmark- aðar birgðir). KÚLUSPIL Spilið vinsæla þar sem reynir á samspil handa og augna. Stóru kúlunni er skotið með litlu kúlunum í mark \ andstæðingsins. ‘ * NÝJA FÓTBOLTASPILIÐ TIPP-KICK Sem alls staðar hefur slegið í gegn. Hreyfanlegir leikmenn sparka laust eða fast, hátt eða lágt. Vantar útsölustaði víða um land. Sendum í póstkröfu samdægurs til'staða þar sém spilin ekki fást (svörum síma einnig á kvöldin). 48

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.