Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 55

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Page 55
1. Skipulögð þjálfun og keppni, sem nær yfir langt árabil er staðreynd. 2. Æfinga- og keppnisaðstaða hefur stór batnað á síðustu 10 ár- um, þó við eigum enn margt ógert á því sviði. 3. Vilji stjórnenda íþrótta- hreyfingarinnar um að stefnt skuli að því að íslenskir íþrótta- menn skuli ná sem bestum af- rekum er ótvíræður. Um það vitnar allt það starf, sem af hendi er leyst af fjölmörgum aðiljum og stundum hafa heyrst raddir um að þeir, sem stjórni hugsi ein- göngu um afreksíþróttir svo það fer ekki á milli mála að þessir menn vilja veg afreksíþrótta sem mestan. 4. Fjórða atriðið, sem er fyrir hendi er einstaklingar, sem eru fúsir til að leggja mikið í sölurnar, meira en margir hafa hugmynd um. Þessir einstaklingar eru margir, sem betur fer, menn, sem þora að setja markið hátt og vinna ótrauðir að settu marki. 1. Það, sem á vantar til að uppfylla þær forsendur, er ég tel nauðsynlegar, er í fyrsta lagi: Yfirlýstur vilji stjórnvalda — viðurkenning á því að afreks- íþróttir séu æskilegar og að stuðla beri að velgengni þeirra. Þessari viljayfirlýsingu verður að fylgja stór aukinn fjárstuðningur við íþróttastarfið í landinu. Til að gæta fyllstu sanngirni er ekki rétt að halda því fram eða gefa í skyn, að íslensk stjórnvöld bæði nú og fyrr, séu á móti af- reksíþróttum. Örlað hefur á vilja í þá átt að styðja beri við bakið á afreks- íþróttum og til marks um það má t.d. nefna afreksmannasjóð Í.S.Í. En betur má ef duga skal og ekki er það vænlegt til árangurs að krefjast þess fyrst að menn sanni það að þeir séu á heimsmæli- Áhangendur gera kröfu til afreka og sigra íslenzkra íþróttamanna. 55

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.